Forseti Óskarsakademíunnar sætir rannsókn vegna ásakana um kynferðislega áreitni Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. mars 2018 23:30 John Bailey, forseti Óskarsakademíunnar. Vísir/Getty John Bailey, forseti Bandarísku kvikmyndaakademíunnar, sætir nú rannsókn vegna ásakana á hendur honum um kynferðislega áreitni. Variety greindi fyrst miðla frá málinu. Nefnd innan kvikmyndaakademíunnar, sem m.a. úthlutar Óskarsverðlaunum ár hvert, hóf rannsóknina á miðvikudag. Þrjár ásakanir á hendur Bailey hafa borist nefndinni, að því er Hollywood Reporter hefur eftir heimildarmönnum sínum. Í yfirlýsingu frá akademíunni, sem gefin var út eftir að málið rataði í fjölmiðla, sagði að enginn innan hennar myndi tjá sig um ásakanirnar þangað til rannsókn lyki. „Meðferð mála hjá Akademíunni er bundin trúnaði af virðingu við alla hlutaðeigandi,“ sagði í tilkynningu. Bailey, sem hefur verið margheiðraður fyrir starf sitt sem kvikmyndatökumaður, tók við stöðu forseta í ágúst síðastliðnum. Hann hefur starfað við kvikmyndir á borð við Ordinary People, American Gigolo, The Big Chill og Groundhog Day.Harvey Weinstein komst upp með að áreita og beita konur kynferðislegu ofbeldi um áratugaskeið. Hann var rekinn úr Bandarísku kvikmyndaakademíunni í október síðastliðnum.VÍSIR/AFPÍ október síðastliðnum var kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein rekinn úr umræddri akademíu vegna fjölmargra ásakana á hendur honum um kynferðisofbeldi, sem svo komu af stað #MeToo-byltingunni. Stjórn akademíunnar telur 54 manns og var ákvörðun um brottvikningu Weinsteins tekin á neyðarfundi í október síðastliðnum. Þá segir í frétt Hollywood Reporter að Bailey, forseti akademíunnar og sá sem nú er rannsakaður vegna ásakana um áreitni, hafi sent meðlimum akademíunnar tölvupóst í kjölfar fundarins. Þar var nýrri stefnu akademíunnar í kynferðisbrotamálum lýst og fólst hún m.a. í því að héðan í frá yrðu ásakanir teknar til rannsóknar af sérstakri nefnd. Kynferðisleg áreitni valdamanna Tengdar fréttir Harvey Weinstein rekinn úr Óskarsakademíunni eftir fordæmalausa ákvörðun stjórnarinnar Weinstein hefur átt afar farsælan feril þegar kemur að Óskarsverðlaunahátíðinni, en myndir sem hann hefur framleitt hafa í það heila hlotið 300 tilnefningar. 14. október 2017 20:49 Konur taka við völdum í fyrirtæki Weinstein Konur munu fara með tögl og hagldir í fyrirtækinu sem stofnað var af kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. 2. mars 2018 08:34 Hollywood bregst við ákvörðun Óskarsakademíunnar Stjórnin ákvað að reka Harvey Weinstein úr akademíunni. 14. október 2017 23:33 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
John Bailey, forseti Bandarísku kvikmyndaakademíunnar, sætir nú rannsókn vegna ásakana á hendur honum um kynferðislega áreitni. Variety greindi fyrst miðla frá málinu. Nefnd innan kvikmyndaakademíunnar, sem m.a. úthlutar Óskarsverðlaunum ár hvert, hóf rannsóknina á miðvikudag. Þrjár ásakanir á hendur Bailey hafa borist nefndinni, að því er Hollywood Reporter hefur eftir heimildarmönnum sínum. Í yfirlýsingu frá akademíunni, sem gefin var út eftir að málið rataði í fjölmiðla, sagði að enginn innan hennar myndi tjá sig um ásakanirnar þangað til rannsókn lyki. „Meðferð mála hjá Akademíunni er bundin trúnaði af virðingu við alla hlutaðeigandi,“ sagði í tilkynningu. Bailey, sem hefur verið margheiðraður fyrir starf sitt sem kvikmyndatökumaður, tók við stöðu forseta í ágúst síðastliðnum. Hann hefur starfað við kvikmyndir á borð við Ordinary People, American Gigolo, The Big Chill og Groundhog Day.Harvey Weinstein komst upp með að áreita og beita konur kynferðislegu ofbeldi um áratugaskeið. Hann var rekinn úr Bandarísku kvikmyndaakademíunni í október síðastliðnum.VÍSIR/AFPÍ október síðastliðnum var kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein rekinn úr umræddri akademíu vegna fjölmargra ásakana á hendur honum um kynferðisofbeldi, sem svo komu af stað #MeToo-byltingunni. Stjórn akademíunnar telur 54 manns og var ákvörðun um brottvikningu Weinsteins tekin á neyðarfundi í október síðastliðnum. Þá segir í frétt Hollywood Reporter að Bailey, forseti akademíunnar og sá sem nú er rannsakaður vegna ásakana um áreitni, hafi sent meðlimum akademíunnar tölvupóst í kjölfar fundarins. Þar var nýrri stefnu akademíunnar í kynferðisbrotamálum lýst og fólst hún m.a. í því að héðan í frá yrðu ásakanir teknar til rannsóknar af sérstakri nefnd.
Kynferðisleg áreitni valdamanna Tengdar fréttir Harvey Weinstein rekinn úr Óskarsakademíunni eftir fordæmalausa ákvörðun stjórnarinnar Weinstein hefur átt afar farsælan feril þegar kemur að Óskarsverðlaunahátíðinni, en myndir sem hann hefur framleitt hafa í það heila hlotið 300 tilnefningar. 14. október 2017 20:49 Konur taka við völdum í fyrirtæki Weinstein Konur munu fara með tögl og hagldir í fyrirtækinu sem stofnað var af kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. 2. mars 2018 08:34 Hollywood bregst við ákvörðun Óskarsakademíunnar Stjórnin ákvað að reka Harvey Weinstein úr akademíunni. 14. október 2017 23:33 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Harvey Weinstein rekinn úr Óskarsakademíunni eftir fordæmalausa ákvörðun stjórnarinnar Weinstein hefur átt afar farsælan feril þegar kemur að Óskarsverðlaunahátíðinni, en myndir sem hann hefur framleitt hafa í það heila hlotið 300 tilnefningar. 14. október 2017 20:49
Konur taka við völdum í fyrirtæki Weinstein Konur munu fara með tögl og hagldir í fyrirtækinu sem stofnað var af kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. 2. mars 2018 08:34
Hollywood bregst við ákvörðun Óskarsakademíunnar Stjórnin ákvað að reka Harvey Weinstein úr akademíunni. 14. október 2017 23:33