Hagnaður Fjarskipta, móðurfélags Vodafone, nam 356 milljónum króna á fjórða fjórðungi síðasta árs og jókst um 110 prósent á milli ára, samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í gær. Sé leiðrétt fyrir einskiptiskostnaði sem féll til vegna kaupa félagsins á tilteknum eignum og rekstri 365 miðla nam hagnaður Fjarskipta 482 milljónum króna á fjórðungnum.
Tekjur voru 4.304 milljónir króna á tímabilinu og jukust um 25 prósent á milli ára en rekstrarkostnaður var 1.560 milljónir króna og hækkaði um 31 prósent frá fyrra ári.
EBITDA Fjarskipta – hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – nam 803 milljónum á fjórða ársfjórðungi og jókst um 16 prósent á milli ára. EBITDA var 3.137 milljónir króna á árinu í heild og jókst um 3 prósent frá 2016.
Stefán Sigurðsson, forstjóri Fjarskipta, segir að þó stutt sé liðið frá kaupum félagsins á flestum eignum og rekstri 365 megi glöggt sjá „sterk jákvæð áhrif sem munu halda áfram að skila sér af meiri krafti næstu fjórðunga og ár“. Þrátt fyrir mikið álag og vinnu innan fyrirtækisins hafi allt gengið að óskum og eftir þeim áætlunum sem lagðar voru til grundvallar kaupunum.
Vísir er í eigu Fjarskipta.
Aukinn hagnaður hjá Fjarskiptum
Kristinn Ingi Jónsson skrifar

Mest lesið

„Alltaf leiðindamál að lenda í svona“
Viðskipti erlent

Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna
Viðskipti innlent

Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón
Viðskipti innlent

„Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“
Viðskipti innlent

Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi
Viðskipti innlent

Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári
Viðskipti innlent

Að sleikja narsisstann upp í vinnunni
Atvinnulíf

Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum
Viðskipti erlent

Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári
Viðskipti innlent
