Táningur frá Lundúnum fyrsti Englendingurinn sem spilar fyrir Barcelona í 29 ár Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. mars 2018 10:30 Marcus McGuane fór frá Arsenal til Barcelona. vísir/getty Barcelona vann Espanyol, 4-2, í vítaspyrnukeppni þegar liðin mættust í skráðum vináttuleik um stórbikarinn í Katalóníu í gærkvöldi. Á tveggja ára fresti mætast bestu lið héraðsins í þessum leik og endurheimti Barcelona bikarinn sem Espanyol vann árið 2016. Söguleg stund fyrir enskan fótbolta átti sér stað í leiknum þegar að 19 ára gamall enskur unglingalandsliðsmaður, Marcus McGuane, kom inn á fyrir Aleix Vidal á 77. mínútu. McGuane varð um leið fyrsti enski fótboltamaðurinn til að spila fyrir katalónska stórveldið í 29 ár eða síðan Gary Lineker yfirgaf Barcelona árið 1989 og hélt til Tottenham í ensku 1. deildinni.Marcus McGuane becomes the first Englishman to feature for @FCBarcelona since Gary Lineker in 1989 pic.twitter.com/EcUJgz7ADv— Dugout (@Dugout) March 7, 2018McGuane er fæddur og uppalinn í Lundúnum og var áratug í unglingaakademíu Arsenal. Hann spilaði tvo leiki, samtals tólf mínútur, fyrir Skytturnar í riðlakeppni Evrópudeildarinnar fyrir áramót en skipti svo yfir í Barcelona í janúar. Strákurinn ungi spilar með B-liði Barcelona í spænsku 2. deildinni en þar hefur hann komið við sögu í fjórum leikjum. Hann var einn af tólf leikmönnum varaliðsins sem fékk kallið í þennan vináttuleik sem var spilaður á hlutlausum velli í Katalóníu en McGuane fékk smá pepp frá Gary Lineker á Twitter þegar að honum var bent á þessa staðreynd. Wish him every success. https://t.co/yDgXcddTmt— Gary Lineker (@GaryLineker) March 7, 2018 Spænski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Sjá meira
Barcelona vann Espanyol, 4-2, í vítaspyrnukeppni þegar liðin mættust í skráðum vináttuleik um stórbikarinn í Katalóníu í gærkvöldi. Á tveggja ára fresti mætast bestu lið héraðsins í þessum leik og endurheimti Barcelona bikarinn sem Espanyol vann árið 2016. Söguleg stund fyrir enskan fótbolta átti sér stað í leiknum þegar að 19 ára gamall enskur unglingalandsliðsmaður, Marcus McGuane, kom inn á fyrir Aleix Vidal á 77. mínútu. McGuane varð um leið fyrsti enski fótboltamaðurinn til að spila fyrir katalónska stórveldið í 29 ár eða síðan Gary Lineker yfirgaf Barcelona árið 1989 og hélt til Tottenham í ensku 1. deildinni.Marcus McGuane becomes the first Englishman to feature for @FCBarcelona since Gary Lineker in 1989 pic.twitter.com/EcUJgz7ADv— Dugout (@Dugout) March 7, 2018McGuane er fæddur og uppalinn í Lundúnum og var áratug í unglingaakademíu Arsenal. Hann spilaði tvo leiki, samtals tólf mínútur, fyrir Skytturnar í riðlakeppni Evrópudeildarinnar fyrir áramót en skipti svo yfir í Barcelona í janúar. Strákurinn ungi spilar með B-liði Barcelona í spænsku 2. deildinni en þar hefur hann komið við sögu í fjórum leikjum. Hann var einn af tólf leikmönnum varaliðsins sem fékk kallið í þennan vináttuleik sem var spilaður á hlutlausum velli í Katalóníu en McGuane fékk smá pepp frá Gary Lineker á Twitter þegar að honum var bent á þessa staðreynd. Wish him every success. https://t.co/yDgXcddTmt— Gary Lineker (@GaryLineker) March 7, 2018
Spænski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Sjá meira