Af hverju ætti ég að flokka heimilisruslið? Ragnhildur Guðrún Finnbjörnsdóttir skrifar 23. febrúar 2018 15:00 Ragnhildur Guðrún Finnbjörnsdóttir, umhverfis- og auðlindafræðingur og doktor í lýðheilsuvísindum. Le sendum gefst kostur á því að senda sérfræðingum spurningar tengdar heilsu og lífsstíl á netfangið heilsanokkar@frettabladid.is. Í hverri viku birtast svör við völdum spurningum. Spurning: Af hverju ætti ég að flokka heimilisruslið?Svar: Ruslið sem fellur til heima hjá okkur er ekki bara úrgangur. Mikið er um hágæða hráefni sem hægt er að nýta áfram. Þetta getur t.d. verið plastbakkinn undan kjöthakkinu, fréttablöðin, áldósirnar, glerkrukkurnar og ýmislegt annað. Fólk veigrar sér stundum við að flokka heimilissorpið. Það nefnir ástæður á borð við að það sé vesen að flokka, að það sé ekki með nóg pláss heima hjá sér til að flokka, og að það sé erfitt að vita hvað fer í hvern flokk. Þetta eru allt góðar og gildar vangaveltur, en eru þær réttlætanlegar þegar við lítum á heildarmyndina? Hér fyrir neðan eru taldir upp nokkrir hvatar fyrir því að flokka.1. Endurvinnsla sparar orkunotkun í heiminum.2. Framleiðendur þurfa ekki að framleiða hráefni eins og plast, ál og gler til að geta búið til nýja vöru. Þannig erum við að minnka losun gróðurhúsalofttegunda og erum ekki að ganga eins hratt á auðlindir jarðar. Að auki eru vörur sem búnar eru til úr endurunnu hráefni betri fyrir umhverfið. Við þannig framleiðslu er notað minna vatn og orka.Fólk veigrar sér stundum við að flokka heimilissorpið. Það nefnir m.a. ástæðuna að það sé vesen að flokka.3. Lífrænn úrgangur er notaður ýmist til moltugerðar eða framleiðslu metans sem er t.d. notað sem eldsneyti á bíla og strætisvagna. Þannig minnkar notkun á öðru eldsneyti sem losar meira af loftmengandi efnum.4. Endurvinnsla minnkar úrgang sem er urðaður.5. Óflokkaður heimilisúrgangur telst til sorps og er safnað saman á urðunarstöðum. Ef við minnkum urðaðan úrgang þá takmörkum við það land sem fer undir hann. Einnig minnka eiturefnin sem leka út í umhverfið og minni losun gróðurhúsalofttegunda frá urðunarstöðunum á sér stað. Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Le sendum gefst kostur á því að senda sérfræðingum spurningar tengdar heilsu og lífsstíl á netfangið heilsanokkar@frettabladid.is. Í hverri viku birtast svör við völdum spurningum. Spurning: Af hverju ætti ég að flokka heimilisruslið?Svar: Ruslið sem fellur til heima hjá okkur er ekki bara úrgangur. Mikið er um hágæða hráefni sem hægt er að nýta áfram. Þetta getur t.d. verið plastbakkinn undan kjöthakkinu, fréttablöðin, áldósirnar, glerkrukkurnar og ýmislegt annað. Fólk veigrar sér stundum við að flokka heimilissorpið. Það nefnir ástæður á borð við að það sé vesen að flokka, að það sé ekki með nóg pláss heima hjá sér til að flokka, og að það sé erfitt að vita hvað fer í hvern flokk. Þetta eru allt góðar og gildar vangaveltur, en eru þær réttlætanlegar þegar við lítum á heildarmyndina? Hér fyrir neðan eru taldir upp nokkrir hvatar fyrir því að flokka.1. Endurvinnsla sparar orkunotkun í heiminum.2. Framleiðendur þurfa ekki að framleiða hráefni eins og plast, ál og gler til að geta búið til nýja vöru. Þannig erum við að minnka losun gróðurhúsalofttegunda og erum ekki að ganga eins hratt á auðlindir jarðar. Að auki eru vörur sem búnar eru til úr endurunnu hráefni betri fyrir umhverfið. Við þannig framleiðslu er notað minna vatn og orka.Fólk veigrar sér stundum við að flokka heimilissorpið. Það nefnir m.a. ástæðuna að það sé vesen að flokka.3. Lífrænn úrgangur er notaður ýmist til moltugerðar eða framleiðslu metans sem er t.d. notað sem eldsneyti á bíla og strætisvagna. Þannig minnkar notkun á öðru eldsneyti sem losar meira af loftmengandi efnum.4. Endurvinnsla minnkar úrgang sem er urðaður.5. Óflokkaður heimilisúrgangur telst til sorps og er safnað saman á urðunarstöðum. Ef við minnkum urðaðan úrgang þá takmörkum við það land sem fer undir hann. Einnig minnka eiturefnin sem leka út í umhverfið og minni losun gróðurhúsalofttegunda frá urðunarstöðunum á sér stað.
Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist