19 ára rappari handtekinn fyrir mannrán Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 26. febrúar 2018 15:51 Þetta er ekki í fyrsta skipti sem YoungBoy Never Broke Again kemst í kast við lögin. Vísir/Getty 19 ára gamli bandaríski rapparinn Kendell Desean Gaulden, sem er betur þekktur undir nafninu YoungBoy Never Broke Again, var handtekinn aðfaranótt sunnudags í Tallahassee í Flórída. Hann var í þann mund að fara að koma fram fyrir fullu húsi á tónleikum á klúbbnum The Moon þegar handtakan fór fram. Í Waycross í Georgíu hafði hann áður verið sakaður um líkamsárás, vopnalagabrot og mannrán. Hann var þar með á flótta undan handtökuskipun og handtók lögreglan í Tallahassee hann fyrir þær sakir. TMZ greindi fyrst frá en skýrslur löreglustjóra Leon-sýslu staðfesta þetta. Rapparinn var í ágúst í fyrra dæmdur í 10 ára fangelsi vegna skotárásar, en hann er talinn hafa átt þátt í svokallaðri „drive-by“ árás í Baton Rouge 2. nóvember 2016. Honum var sleppt úr haldi og dómur hans styttur í þriggja ára skilorðsbundinn dóm eftir að hann samþykkti að játa sig sekan fyrir vægara brot, en upprunalega var hann kærður fyrir morð af fyrstu gráðu. Hann er því á skilorði og hefur mögulega rofið það í þessari atburðarás. Fyrir þá sem ekki þekkja til rapparans hefur hann vakið mikla athygli á síðustu misserum fyrir lög á borð við „Untouchable“, „Outside Today“ o.fl., en von er á fyrstu plötu hans sem ber titilinn Until Death Call My Name 2. mars næstkomandi. Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Fleiri fréttir Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Sjá meira
19 ára gamli bandaríski rapparinn Kendell Desean Gaulden, sem er betur þekktur undir nafninu YoungBoy Never Broke Again, var handtekinn aðfaranótt sunnudags í Tallahassee í Flórída. Hann var í þann mund að fara að koma fram fyrir fullu húsi á tónleikum á klúbbnum The Moon þegar handtakan fór fram. Í Waycross í Georgíu hafði hann áður verið sakaður um líkamsárás, vopnalagabrot og mannrán. Hann var þar með á flótta undan handtökuskipun og handtók lögreglan í Tallahassee hann fyrir þær sakir. TMZ greindi fyrst frá en skýrslur löreglustjóra Leon-sýslu staðfesta þetta. Rapparinn var í ágúst í fyrra dæmdur í 10 ára fangelsi vegna skotárásar, en hann er talinn hafa átt þátt í svokallaðri „drive-by“ árás í Baton Rouge 2. nóvember 2016. Honum var sleppt úr haldi og dómur hans styttur í þriggja ára skilorðsbundinn dóm eftir að hann samþykkti að játa sig sekan fyrir vægara brot, en upprunalega var hann kærður fyrir morð af fyrstu gráðu. Hann er því á skilorði og hefur mögulega rofið það í þessari atburðarás. Fyrir þá sem ekki þekkja til rapparans hefur hann vakið mikla athygli á síðustu misserum fyrir lög á borð við „Untouchable“, „Outside Today“ o.fl., en von er á fyrstu plötu hans sem ber titilinn Until Death Call My Name 2. mars næstkomandi.
Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Fleiri fréttir Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Sjá meira