Formaður Stjörnunnar: Mikil niðurlæging fyrir félagið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. febrúar 2018 15:04 Karl formaður er hér að skrifa undir samning við landsliðsmanninn Bjarka Þór Gunnarsson. vísir/ernir Handknattleikssamband Íslands, HSÍ, leit það mjög alvarlegum augum að Stjarnan U skildi ekki hafa mætt til leiks gegn Akureyri í Grill 66-deildinni um síðustu helgi. Ákveðið var að beita félagið hámarkssekt sem er 250 þúsund krónur. Sú upphæð gæti átt eftir að hækka enda þarf Stjarnan einnig að greiða allan kostnað vegna leiksins. Þar með talið kostnað vegna dómara sem komu frá Reykjavík í leikinn. Akureyri getur þess utan sent bótakröfu á Stjörnuna. Kostnaður handknattleiksdeildar Stjörnunnar vegna þessa atviks gæti því hæglega farið yfir hálfa milljón króna.Ekkert samráð við Stjörnuna „Það átti að fljúga norður á föstudeginum og var búið að ganga frá því. Svo var ekki flogið vegna veðurs og bókuninni var svo frestað. Svo gerist það að HSÍ og Akureyri ákveða, án samráðs við okkur, að setja leikinn á klukkan 13.30 á laugardegi. Við vorum ósáttir við að hafa ekki verið í samráði um það,“ segir Karl Daníelsson, formaður handknattleiksdeildar Stjörnunnar. „Við vorum í smá vandræðum með að manna liðið vegna meiðsla og veikinda. Við sáum samt fram á að geta stillt upp liði á sunnudeginum og buðumst til þess að koma þá. Það var ekki inn í myndinni af hálfu Akureyrar. Við boðuðum því lágmarkshóp til þess að fara norður á laugardeginum en það mættu bara fjórir af um tíu sem voru boðaðir.“ Að leikmenn skuli ekki hafa skilað sér betur til þess að fara norður olli Karli miklum vonbrigðum. Eins og sjá má á myndbandinu hér að ofan var fjöldi manna mættur til þess að sjá leikinn en þeir fengu ekki mikil tilþrif að þessu sinni. „Það er bara algjör skandall. Þetta er mikil niðurlæging fyrir okkur sem erum í kringum starfið. Við funduðum svo með liðinu á sunnudeginum þar sem ég hellti úr skálum reiði minnar yfir þá og spurði hvort þeir ætluðu að greiða sektina? Hvort þeir teldu þetta lið vera fría líkamsrækt og menn gætu bara valið sér þá leiki sem þeir vildu fara í. Þetta er ofboðslega mikil niðurlæging fyrir okkur sem og fyrir íþróttina. Ekki síst er þetta líka vanvirðing við mótherjann. Við viðurkenndum okkar mistök og báðumst afsökunar. Svona hefur ekki komið fyrir áður hjá Stjörnunni og vonandi gerist það aldrei aftur.“Óþarflega há sekt Karl segir að Stjarnan muni taka á sig þennan skell og greiða sektina þó svo hann sé frekar ósáttur við að hafa fengið hámarkssekt frá HSÍ. „Ég er ekki sáttur með það og útskýrði fyrir HSÍ að það hefði ekki verið neitt samráð við okkur í þessu máli. Við viðurkennum samt okkar mistök. Ef að kostnaðurinn er 150 þúsund sektið þá um 150 þúsund en ekki 250 þúsund. Ég mun óska eftir skýringum á þessari háu sekt og vil vita hvert þessi peningur fer,“ segir Karl ósáttur við sektarkostnaðinn en eru ekki djúpir vasar í Garðabænum og lítið mál að greiða sektina? „Þeir eru djúpir en yfirleitt tómir,“ segir formaðurinn léttur þrátt fyrir allt. Olís-deild karla Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Fleiri fréttir ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Sjá meira
Handknattleikssamband Íslands, HSÍ, leit það mjög alvarlegum augum að Stjarnan U skildi ekki hafa mætt til leiks gegn Akureyri í Grill 66-deildinni um síðustu helgi. Ákveðið var að beita félagið hámarkssekt sem er 250 þúsund krónur. Sú upphæð gæti átt eftir að hækka enda þarf Stjarnan einnig að greiða allan kostnað vegna leiksins. Þar með talið kostnað vegna dómara sem komu frá Reykjavík í leikinn. Akureyri getur þess utan sent bótakröfu á Stjörnuna. Kostnaður handknattleiksdeildar Stjörnunnar vegna þessa atviks gæti því hæglega farið yfir hálfa milljón króna.Ekkert samráð við Stjörnuna „Það átti að fljúga norður á föstudeginum og var búið að ganga frá því. Svo var ekki flogið vegna veðurs og bókuninni var svo frestað. Svo gerist það að HSÍ og Akureyri ákveða, án samráðs við okkur, að setja leikinn á klukkan 13.30 á laugardegi. Við vorum ósáttir við að hafa ekki verið í samráði um það,“ segir Karl Daníelsson, formaður handknattleiksdeildar Stjörnunnar. „Við vorum í smá vandræðum með að manna liðið vegna meiðsla og veikinda. Við sáum samt fram á að geta stillt upp liði á sunnudeginum og buðumst til þess að koma þá. Það var ekki inn í myndinni af hálfu Akureyrar. Við boðuðum því lágmarkshóp til þess að fara norður á laugardeginum en það mættu bara fjórir af um tíu sem voru boðaðir.“ Að leikmenn skuli ekki hafa skilað sér betur til þess að fara norður olli Karli miklum vonbrigðum. Eins og sjá má á myndbandinu hér að ofan var fjöldi manna mættur til þess að sjá leikinn en þeir fengu ekki mikil tilþrif að þessu sinni. „Það er bara algjör skandall. Þetta er mikil niðurlæging fyrir okkur sem erum í kringum starfið. Við funduðum svo með liðinu á sunnudeginum þar sem ég hellti úr skálum reiði minnar yfir þá og spurði hvort þeir ætluðu að greiða sektina? Hvort þeir teldu þetta lið vera fría líkamsrækt og menn gætu bara valið sér þá leiki sem þeir vildu fara í. Þetta er ofboðslega mikil niðurlæging fyrir okkur sem og fyrir íþróttina. Ekki síst er þetta líka vanvirðing við mótherjann. Við viðurkenndum okkar mistök og báðumst afsökunar. Svona hefur ekki komið fyrir áður hjá Stjörnunni og vonandi gerist það aldrei aftur.“Óþarflega há sekt Karl segir að Stjarnan muni taka á sig þennan skell og greiða sektina þó svo hann sé frekar ósáttur við að hafa fengið hámarkssekt frá HSÍ. „Ég er ekki sáttur með það og útskýrði fyrir HSÍ að það hefði ekki verið neitt samráð við okkur í þessu máli. Við viðurkennum samt okkar mistök. Ef að kostnaðurinn er 150 þúsund sektið þá um 150 þúsund en ekki 250 þúsund. Ég mun óska eftir skýringum á þessari háu sekt og vil vita hvert þessi peningur fer,“ segir Karl ósáttur við sektarkostnaðinn en eru ekki djúpir vasar í Garðabænum og lítið mál að greiða sektina? „Þeir eru djúpir en yfirleitt tómir,“ segir formaðurinn léttur þrátt fyrir allt.
Olís-deild karla Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Fleiri fréttir ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti