Mánudagskvöldin gerast ekki mikið stærri í íslenskum íþróttum en í dag Bolludag en þá fara fram fjöldi leikja í handbolta og körfubolta.
Mikið er líka um að vera á sportstöðvum Stöðvar tvö í kvöld en fjórir leikir verða þá sýndir í beinni útsendingu og kvöldið endar síðan á Seinni bylgjunni.
Alls fara fram níu leikir í Domino´s deild karla í körfubolta og Olís deild karla í handbolta en þetta kom til vegna allra frestananna í gær. Fimm leikir eru í Domino´s en fjórir leikir í Olís.
Tveir leikir verða sýndir beint í Olís deild karla á Stöð 2 Sport en það er leikur ÍR og Selfoss klukkan 19.00 á Stöð 2 Sport 2 og leikur Hauka og Aftureldingar klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport 4. Útsendingarnar hefjast klukkan 18.45 og 19.20.
Seinni bylgjan hefst síðan klukkan 22.30 á á Stöð 2 Sport en þar mun Tómas Þór Þórðarson fara yfir leiki kvöldsins ásamt hanboltaspekingunum Degi Sigurðssyni og Jóhanni Gunnari Einarssyni.
Nágrannslagur Grindavíkur og Njarðvíkur verður sýndur beint í Domino´s deild karla en sá leikur hefst klukkan 19.15 á á Stöð 2 Sport 3. Útsending hefst klukkan 19.05.
Loks verður leikur Chelsea og West Bromwich Albion í ensku úrvalsdeildinni sýndur beint en hann hefst klukkan 20.00 á á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 19.50.

