Vildi stöðva þátttöku Svía í baráttunni gegn ISIS Atli Ísleifsson skrifar 13. febrúar 2018 10:32 Öryggisgæsla er mikil í kringum dómshúsið í Stokkhólmi þar sem réttarhöldin fara fram. Vísir/AFP Lögmaður Úsbekans Rakhmat Akilov segir skjólstæðing sinn játa brot sín og vera því samþykkur að verða dæmdur fyrir brot á hryðjuverkalögum. Réttarhöld í máli Akilov hófust í Stokkhólmi í morgun en hann varð fimm manns að bana og særði fjórtán þegar hann ók vörubíl niður Drottningargötuna í borginni í apríl síðastliðinn.Sænskir fjölmiðlar segja frá því að Akilov hafi mætt í dómsal í morgun, stuttklipptur og með skegg, klæddur grænni flíspeysu. Hann var í handjárnum þegar hann mætti í salinn, en þau voru svo tekin af honum þegar honum var komið fyrir milli verjanda síns, Johan Eriksson, og túlks. Eriksson sagði Akilov viðurkenna að hafa ekið vörubílnum og samþykki að verða dæmdur fyrir hryðjuverk og tilraun til hryðjuverks. „Ástæða árásarinnar var að skapa ótta og fá Svíþjóð til að hætta þátttöku sinni í baráttunni gegn Íslamska ríkinu,“ sagði Eriksson.Árás á sænskt samfélag Saksóknarar fara fram á að Akilov verði dæmdur í lífstíðarfangelsi og vísað frá landi. Hann er meðal annars ákærður fyrir að hafa reynt að verða alls 130 manns að bana. „500 metrar, 40 sekúndur, 12,5 tonn. Hraðinn að meðaltali 60 kílómetrar á klukkustund á göngugötu sem full var af varnarlausu fólki. Þetta var árás á líf fjölda fólks, en þetta er einnig árás á samfélag okkar og okkur sem lifa í þessu samfélagi,“ sagði saksóknarinn Hans Ihrman í morgun.Rakhmat Akilov ók vörubíl á gangandi vegfarendur á Drottningargötu í Stokkhólmi þann 7. apríl síðastliðinn.Saksóknarar vilja meina að árásin hafi verið hefndaraðgerð eftir að Akilov hafi verið neitað um hæli í Svíþjóð. Samskipti Akilov í forritum á borð við WhatsApp, Telegram, Facebook, Viber og Zello verði mikilvæg í málflutningi ákæruvaldsins.Ber vitni í næstu vikuVið rannsókn málsins fundust um 12.700 myndir sem Akilov á að hafa tekið, að stórum hluta myndir frá Drottningargötunni í hjarta Stokkhólms. Samkvæmt dagskrá á Akilov fyrst að bera vitni þann 20. febrúar, en réttarhöld í málinu munu standa fram í maí. Norðurlönd Tengdar fréttir Verjandinn um Akilov: „Reiknaði með að verða drepinn“ Úsbekinn Rakhmat Akilov reiknaði með að verða drepinn eftir að hann ók vörubíl niður Drottningargötuna í Stokkhólmi í apríl síðastliðinn. 30. janúar 2018 14:20 Ók á gangandi í Stokkhólmi: Akilov ákærður fyrir hryðjuverk Saksóknarar í Svíþjóð hafa farið fram á að Rakhmat Akilov verði dæmdur í lífstíðarfangelsi og vísað frá landinu. 30. janúar 2018 10:06 Rekja ferð Akilov eftir Drottningargötunni Fimm manns létu lífið þegar hann ók á gangandi vegfarendur í apríl. 5. febrúar 2018 21:42 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Lögmaður Úsbekans Rakhmat Akilov segir skjólstæðing sinn játa brot sín og vera því samþykkur að verða dæmdur fyrir brot á hryðjuverkalögum. Réttarhöld í máli Akilov hófust í Stokkhólmi í morgun en hann varð fimm manns að bana og særði fjórtán þegar hann ók vörubíl niður Drottningargötuna í borginni í apríl síðastliðinn.Sænskir fjölmiðlar segja frá því að Akilov hafi mætt í dómsal í morgun, stuttklipptur og með skegg, klæddur grænni flíspeysu. Hann var í handjárnum þegar hann mætti í salinn, en þau voru svo tekin af honum þegar honum var komið fyrir milli verjanda síns, Johan Eriksson, og túlks. Eriksson sagði Akilov viðurkenna að hafa ekið vörubílnum og samþykki að verða dæmdur fyrir hryðjuverk og tilraun til hryðjuverks. „Ástæða árásarinnar var að skapa ótta og fá Svíþjóð til að hætta þátttöku sinni í baráttunni gegn Íslamska ríkinu,“ sagði Eriksson.Árás á sænskt samfélag Saksóknarar fara fram á að Akilov verði dæmdur í lífstíðarfangelsi og vísað frá landi. Hann er meðal annars ákærður fyrir að hafa reynt að verða alls 130 manns að bana. „500 metrar, 40 sekúndur, 12,5 tonn. Hraðinn að meðaltali 60 kílómetrar á klukkustund á göngugötu sem full var af varnarlausu fólki. Þetta var árás á líf fjölda fólks, en þetta er einnig árás á samfélag okkar og okkur sem lifa í þessu samfélagi,“ sagði saksóknarinn Hans Ihrman í morgun.Rakhmat Akilov ók vörubíl á gangandi vegfarendur á Drottningargötu í Stokkhólmi þann 7. apríl síðastliðinn.Saksóknarar vilja meina að árásin hafi verið hefndaraðgerð eftir að Akilov hafi verið neitað um hæli í Svíþjóð. Samskipti Akilov í forritum á borð við WhatsApp, Telegram, Facebook, Viber og Zello verði mikilvæg í málflutningi ákæruvaldsins.Ber vitni í næstu vikuVið rannsókn málsins fundust um 12.700 myndir sem Akilov á að hafa tekið, að stórum hluta myndir frá Drottningargötunni í hjarta Stokkhólms. Samkvæmt dagskrá á Akilov fyrst að bera vitni þann 20. febrúar, en réttarhöld í málinu munu standa fram í maí.
Norðurlönd Tengdar fréttir Verjandinn um Akilov: „Reiknaði með að verða drepinn“ Úsbekinn Rakhmat Akilov reiknaði með að verða drepinn eftir að hann ók vörubíl niður Drottningargötuna í Stokkhólmi í apríl síðastliðinn. 30. janúar 2018 14:20 Ók á gangandi í Stokkhólmi: Akilov ákærður fyrir hryðjuverk Saksóknarar í Svíþjóð hafa farið fram á að Rakhmat Akilov verði dæmdur í lífstíðarfangelsi og vísað frá landinu. 30. janúar 2018 10:06 Rekja ferð Akilov eftir Drottningargötunni Fimm manns létu lífið þegar hann ók á gangandi vegfarendur í apríl. 5. febrúar 2018 21:42 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Verjandinn um Akilov: „Reiknaði með að verða drepinn“ Úsbekinn Rakhmat Akilov reiknaði með að verða drepinn eftir að hann ók vörubíl niður Drottningargötuna í Stokkhólmi í apríl síðastliðinn. 30. janúar 2018 14:20
Ók á gangandi í Stokkhólmi: Akilov ákærður fyrir hryðjuverk Saksóknarar í Svíþjóð hafa farið fram á að Rakhmat Akilov verði dæmdur í lífstíðarfangelsi og vísað frá landinu. 30. janúar 2018 10:06
Rekja ferð Akilov eftir Drottningargötunni Fimm manns létu lífið þegar hann ók á gangandi vegfarendur í apríl. 5. febrúar 2018 21:42