Vildi stöðva þátttöku Svía í baráttunni gegn ISIS Atli Ísleifsson skrifar 13. febrúar 2018 10:32 Öryggisgæsla er mikil í kringum dómshúsið í Stokkhólmi þar sem réttarhöldin fara fram. Vísir/AFP Lögmaður Úsbekans Rakhmat Akilov segir skjólstæðing sinn játa brot sín og vera því samþykkur að verða dæmdur fyrir brot á hryðjuverkalögum. Réttarhöld í máli Akilov hófust í Stokkhólmi í morgun en hann varð fimm manns að bana og særði fjórtán þegar hann ók vörubíl niður Drottningargötuna í borginni í apríl síðastliðinn.Sænskir fjölmiðlar segja frá því að Akilov hafi mætt í dómsal í morgun, stuttklipptur og með skegg, klæddur grænni flíspeysu. Hann var í handjárnum þegar hann mætti í salinn, en þau voru svo tekin af honum þegar honum var komið fyrir milli verjanda síns, Johan Eriksson, og túlks. Eriksson sagði Akilov viðurkenna að hafa ekið vörubílnum og samþykki að verða dæmdur fyrir hryðjuverk og tilraun til hryðjuverks. „Ástæða árásarinnar var að skapa ótta og fá Svíþjóð til að hætta þátttöku sinni í baráttunni gegn Íslamska ríkinu,“ sagði Eriksson.Árás á sænskt samfélag Saksóknarar fara fram á að Akilov verði dæmdur í lífstíðarfangelsi og vísað frá landi. Hann er meðal annars ákærður fyrir að hafa reynt að verða alls 130 manns að bana. „500 metrar, 40 sekúndur, 12,5 tonn. Hraðinn að meðaltali 60 kílómetrar á klukkustund á göngugötu sem full var af varnarlausu fólki. Þetta var árás á líf fjölda fólks, en þetta er einnig árás á samfélag okkar og okkur sem lifa í þessu samfélagi,“ sagði saksóknarinn Hans Ihrman í morgun.Rakhmat Akilov ók vörubíl á gangandi vegfarendur á Drottningargötu í Stokkhólmi þann 7. apríl síðastliðinn.Saksóknarar vilja meina að árásin hafi verið hefndaraðgerð eftir að Akilov hafi verið neitað um hæli í Svíþjóð. Samskipti Akilov í forritum á borð við WhatsApp, Telegram, Facebook, Viber og Zello verði mikilvæg í málflutningi ákæruvaldsins.Ber vitni í næstu vikuVið rannsókn málsins fundust um 12.700 myndir sem Akilov á að hafa tekið, að stórum hluta myndir frá Drottningargötunni í hjarta Stokkhólms. Samkvæmt dagskrá á Akilov fyrst að bera vitni þann 20. febrúar, en réttarhöld í málinu munu standa fram í maí. Norðurlönd Tengdar fréttir Verjandinn um Akilov: „Reiknaði með að verða drepinn“ Úsbekinn Rakhmat Akilov reiknaði með að verða drepinn eftir að hann ók vörubíl niður Drottningargötuna í Stokkhólmi í apríl síðastliðinn. 30. janúar 2018 14:20 Ók á gangandi í Stokkhólmi: Akilov ákærður fyrir hryðjuverk Saksóknarar í Svíþjóð hafa farið fram á að Rakhmat Akilov verði dæmdur í lífstíðarfangelsi og vísað frá landinu. 30. janúar 2018 10:06 Rekja ferð Akilov eftir Drottningargötunni Fimm manns létu lífið þegar hann ók á gangandi vegfarendur í apríl. 5. febrúar 2018 21:42 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Sjá meira
Lögmaður Úsbekans Rakhmat Akilov segir skjólstæðing sinn játa brot sín og vera því samþykkur að verða dæmdur fyrir brot á hryðjuverkalögum. Réttarhöld í máli Akilov hófust í Stokkhólmi í morgun en hann varð fimm manns að bana og særði fjórtán þegar hann ók vörubíl niður Drottningargötuna í borginni í apríl síðastliðinn.Sænskir fjölmiðlar segja frá því að Akilov hafi mætt í dómsal í morgun, stuttklipptur og með skegg, klæddur grænni flíspeysu. Hann var í handjárnum þegar hann mætti í salinn, en þau voru svo tekin af honum þegar honum var komið fyrir milli verjanda síns, Johan Eriksson, og túlks. Eriksson sagði Akilov viðurkenna að hafa ekið vörubílnum og samþykki að verða dæmdur fyrir hryðjuverk og tilraun til hryðjuverks. „Ástæða árásarinnar var að skapa ótta og fá Svíþjóð til að hætta þátttöku sinni í baráttunni gegn Íslamska ríkinu,“ sagði Eriksson.Árás á sænskt samfélag Saksóknarar fara fram á að Akilov verði dæmdur í lífstíðarfangelsi og vísað frá landi. Hann er meðal annars ákærður fyrir að hafa reynt að verða alls 130 manns að bana. „500 metrar, 40 sekúndur, 12,5 tonn. Hraðinn að meðaltali 60 kílómetrar á klukkustund á göngugötu sem full var af varnarlausu fólki. Þetta var árás á líf fjölda fólks, en þetta er einnig árás á samfélag okkar og okkur sem lifa í þessu samfélagi,“ sagði saksóknarinn Hans Ihrman í morgun.Rakhmat Akilov ók vörubíl á gangandi vegfarendur á Drottningargötu í Stokkhólmi þann 7. apríl síðastliðinn.Saksóknarar vilja meina að árásin hafi verið hefndaraðgerð eftir að Akilov hafi verið neitað um hæli í Svíþjóð. Samskipti Akilov í forritum á borð við WhatsApp, Telegram, Facebook, Viber og Zello verði mikilvæg í málflutningi ákæruvaldsins.Ber vitni í næstu vikuVið rannsókn málsins fundust um 12.700 myndir sem Akilov á að hafa tekið, að stórum hluta myndir frá Drottningargötunni í hjarta Stokkhólms. Samkvæmt dagskrá á Akilov fyrst að bera vitni þann 20. febrúar, en réttarhöld í málinu munu standa fram í maí.
Norðurlönd Tengdar fréttir Verjandinn um Akilov: „Reiknaði með að verða drepinn“ Úsbekinn Rakhmat Akilov reiknaði með að verða drepinn eftir að hann ók vörubíl niður Drottningargötuna í Stokkhólmi í apríl síðastliðinn. 30. janúar 2018 14:20 Ók á gangandi í Stokkhólmi: Akilov ákærður fyrir hryðjuverk Saksóknarar í Svíþjóð hafa farið fram á að Rakhmat Akilov verði dæmdur í lífstíðarfangelsi og vísað frá landinu. 30. janúar 2018 10:06 Rekja ferð Akilov eftir Drottningargötunni Fimm manns létu lífið þegar hann ók á gangandi vegfarendur í apríl. 5. febrúar 2018 21:42 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Sjá meira
Verjandinn um Akilov: „Reiknaði með að verða drepinn“ Úsbekinn Rakhmat Akilov reiknaði með að verða drepinn eftir að hann ók vörubíl niður Drottningargötuna í Stokkhólmi í apríl síðastliðinn. 30. janúar 2018 14:20
Ók á gangandi í Stokkhólmi: Akilov ákærður fyrir hryðjuverk Saksóknarar í Svíþjóð hafa farið fram á að Rakhmat Akilov verði dæmdur í lífstíðarfangelsi og vísað frá landinu. 30. janúar 2018 10:06
Rekja ferð Akilov eftir Drottningargötunni Fimm manns létu lífið þegar hann ók á gangandi vegfarendur í apríl. 5. febrúar 2018 21:42