Olís-deildirnar og Píeta samtökin í samstarf til styrktar forvörnum gegn sjálfsvígum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2018 17:45 Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss, og Þórey Rósa Stefánsdóttir, leikmaður Fram sjást hér með forsetafrúnni Elízu Reid og Jóni Ólafi Halldórssyni, forstjóra Olís. Vísir//Hanna Píeta samtökin eru komin í samstarf við Olís deildirnar í handbolta en þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í dag. Fulltrúar deildanna voru Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss í Olís deild karla og Þórey Rósa Stefánsdóttir, leikmaður Fram í Olís deild kvenna. Olísdeildin og Píeta samtökin, sem einbeita sér að forvörnum gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða, hafa nefnilega tekið höndum saman og vinna nú í sameiningu að vitundarvakningu og söfnun fyrir samtökin. Söfnunin fer fram á pieta.is og einnig verða seld sérstök Píeta-armbönd á leikjum í Olísdeildinni. Nokkrar af handboltastjörnum Olísdeildarinnar verða líka í aðalhlutverki í nýrri auglýsingaherferð og fara þar með Píeta yfirlýsingu sem hvetur okkur til að vera til staðar fyrir þá sem líður illa og að tala upphátt um hlutina.Með yfirskriftinni „Segðu það upphátt“ er minnt á mikilvægi þess að tala opinskátt um hlutina og leita í vinina og baklandið ef fólki líður illa, en ekki síður mikilvægi þess að við hin látum öll vita af því að við séum til staðar fyrir alla þá sem standa okkur nærri og glíma við slíka vanlíðan – að við ætlum ekki að standa aðgerðalaus hjá, við séum tilbúin til að hlusta og aðstoða – eða í það minnsta hjálpa viðkomandi að leita sér aðstoðar Fyrir alla leiki í deildinni á næstunni verður minnt á átakið með táknrænni athöfn. Leikmenn beggja liða ganga þá blandaðir fram á gólfið, mynda línu og leggja hönd yfir öxl (til skiptis heimaleikmaður og gestur) meðan yfirlýsingin verður flutt í hljóðkerfi. Hér fyrir neðan er yfirlýsingin sem flutt verður af handboltafólkinu í sjónvarpsauglýsingunni, en henni verður jafnframt hægt að dreifa á samfélagsmiðlum. Vonast er til að sem flestir vilji deila henni með myllumerkinu #segðuþaðupphátt og breyta um leið prófílmyndinni sinni.Píeta yfirlýsingin „Ég vil vera til staðar fyrir alla sem líður illa og leita til mín. Ég ætla ekki að standa aðgerðarlaus hjá ef mig grunar að einhver nálægt mér glími við vanlíðan, og gera mitt besta til að aðstoða. Án þess að þó að ganga of nærri mér eða viðkomandi – en hvetja til að leita aðstoðar sérfræðinga ef þurfa þykir. Enginn ætti að burðast einn með sársauka. Ég vildi bara segja þetta upphátt.“Vísir/HannaVísir/Hanna Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Sjá meira
Píeta samtökin eru komin í samstarf við Olís deildirnar í handbolta en þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í dag. Fulltrúar deildanna voru Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss í Olís deild karla og Þórey Rósa Stefánsdóttir, leikmaður Fram í Olís deild kvenna. Olísdeildin og Píeta samtökin, sem einbeita sér að forvörnum gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða, hafa nefnilega tekið höndum saman og vinna nú í sameiningu að vitundarvakningu og söfnun fyrir samtökin. Söfnunin fer fram á pieta.is og einnig verða seld sérstök Píeta-armbönd á leikjum í Olísdeildinni. Nokkrar af handboltastjörnum Olísdeildarinnar verða líka í aðalhlutverki í nýrri auglýsingaherferð og fara þar með Píeta yfirlýsingu sem hvetur okkur til að vera til staðar fyrir þá sem líður illa og að tala upphátt um hlutina.Með yfirskriftinni „Segðu það upphátt“ er minnt á mikilvægi þess að tala opinskátt um hlutina og leita í vinina og baklandið ef fólki líður illa, en ekki síður mikilvægi þess að við hin látum öll vita af því að við séum til staðar fyrir alla þá sem standa okkur nærri og glíma við slíka vanlíðan – að við ætlum ekki að standa aðgerðalaus hjá, við séum tilbúin til að hlusta og aðstoða – eða í það minnsta hjálpa viðkomandi að leita sér aðstoðar Fyrir alla leiki í deildinni á næstunni verður minnt á átakið með táknrænni athöfn. Leikmenn beggja liða ganga þá blandaðir fram á gólfið, mynda línu og leggja hönd yfir öxl (til skiptis heimaleikmaður og gestur) meðan yfirlýsingin verður flutt í hljóðkerfi. Hér fyrir neðan er yfirlýsingin sem flutt verður af handboltafólkinu í sjónvarpsauglýsingunni, en henni verður jafnframt hægt að dreifa á samfélagsmiðlum. Vonast er til að sem flestir vilji deila henni með myllumerkinu #segðuþaðupphátt og breyta um leið prófílmyndinni sinni.Píeta yfirlýsingin „Ég vil vera til staðar fyrir alla sem líður illa og leita til mín. Ég ætla ekki að standa aðgerðarlaus hjá ef mig grunar að einhver nálægt mér glími við vanlíðan, og gera mitt besta til að aðstoða. Án þess að þó að ganga of nærri mér eða viðkomandi – en hvetja til að leita aðstoðar sérfræðinga ef þurfa þykir. Enginn ætti að burðast einn með sársauka. Ég vildi bara segja þetta upphátt.“Vísir/HannaVísir/Hanna
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni