Snemma í fyrri hálfleik ráku þeir Eyvind Hrannar Gunnarsson, leikmann Selfoss, beint af velli með rautt spjald. Umdeildur dómur en Eyvindur fór í andlit leikmanns Hauka.
Skömmu síðar fór Haukamaðurinn Adam Haukur Baumruk með handlegginn í andlitið á Atla Ævari Ingólfssyni, línumanni Selfyssinga. Adam fékk aðeins tveggja mínútna brottvísun við litla hrifningu Selfyssinga. Þeir vildu eðlilega fá rautt á Adam fyrst að þeirra maður fékk að líta rauða spjaldið.
Hér að neðan má sjá þessi tvö atvik og dæmi hver fyrir sig. Þessi atvik verða klárlega tekin fyrir í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport klukkan 21.30 í kvöld.
Þetta voru alls ekki einu umdeildu dómarnir í leiknum en Haukar voru afar ósáttir undir lokin er Jón Þorbjörn Jóhannsson var rekinn af velli að því er virtist fyrir litlar, eða engar, sakir. Það atvik verður einnig skoðað í þættinum.