Allir starfsmenn Benz fá 875.000 kr. í bónus Finnur Thorlacius skrifar 1. febrúar 2018 10:48 Höfuðstöðvar Mercedes Benz. Það er gott að vera starfsmaður Mercedes Benz um þessar mundir. Hver sá starfsmaður þess sem vann allt síðasta ár hjá fyrirtækinu fær 875.000 krónur í bónus vegna þess góða árangurs sem náðist hjá fyrirtækinu í fyrra. Daimler, eigandi Mercedes Benz seldi alls 3,3 milljónir bíla í fyrra og jók sölu sína um 9% á milli ára, en aukningin bara hjá Mercedes Benz var 9,9%. Reyndar fá allir starfsmenn Daimler, ekki bara Mercedes Benz, þennan bónus og á það þá einnig við starfsmenn Smart og Maybach og trukkadeild Mercedes Benz. Það markaði líka tímamót hjá Mercedes Benz í fyrra að sportbíladeild þeirra, AMG seldi fyrsta sinni yfir 100.000 bíla og gott betur því deildin seldi 131.970 bíla og jók söluna um 33% á milli ára. Sendibíladeild Mercedes Benz gekk líka gríðarvel í fyrra og jók söluna um 12% og seldi alls 401.000 sendibíla. Rútubíladeildin seldi líka 9% meira, alls 28.700 rútur. Hagnaður Benz jókst um 24% frá árinu 2016. Hagnaður Benz í fyrra nam alls 1.690 milljörðum króna, svo fyrirtækinu er ef til vill engin vorkunn að greiða starfsmönnum sínum myndarlega bónusa. Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent „Þetta skilgreinir þorpið“ Innlent
Það er gott að vera starfsmaður Mercedes Benz um þessar mundir. Hver sá starfsmaður þess sem vann allt síðasta ár hjá fyrirtækinu fær 875.000 krónur í bónus vegna þess góða árangurs sem náðist hjá fyrirtækinu í fyrra. Daimler, eigandi Mercedes Benz seldi alls 3,3 milljónir bíla í fyrra og jók sölu sína um 9% á milli ára, en aukningin bara hjá Mercedes Benz var 9,9%. Reyndar fá allir starfsmenn Daimler, ekki bara Mercedes Benz, þennan bónus og á það þá einnig við starfsmenn Smart og Maybach og trukkadeild Mercedes Benz. Það markaði líka tímamót hjá Mercedes Benz í fyrra að sportbíladeild þeirra, AMG seldi fyrsta sinni yfir 100.000 bíla og gott betur því deildin seldi 131.970 bíla og jók söluna um 33% á milli ára. Sendibíladeild Mercedes Benz gekk líka gríðarvel í fyrra og jók söluna um 12% og seldi alls 401.000 sendibíla. Rútubíladeildin seldi líka 9% meira, alls 28.700 rútur. Hagnaður Benz jókst um 24% frá árinu 2016. Hagnaður Benz í fyrra nam alls 1.690 milljörðum króna, svo fyrirtækinu er ef til vill engin vorkunn að greiða starfsmönnum sínum myndarlega bónusa.
Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent „Þetta skilgreinir þorpið“ Innlent