„Valsmenn voru grimmir en þeir voru allir búnir að fá viðvörun á fyrstu fimm mínútum leiksins. Það er greinilega búið að taka Valsliðið fyrir. Það er búið að gera það og við vitum það,“ segir Dagur ósáttur.
„Það fá allir tiltal á fyrstu mínútunum. Ýmir fær gult og tvær mínútur. Fá Valsmenn að spila fast? Ég held að Ýmir fái sjö til átta lexíur frá dómurunum í leiknum.“
Gunnar Berg Viktorsson vildi ekki alveg taka undir að Valsmenn væru að fá ósanngjarna meðferð.
„Ég veit ekki alveg hvort þeir séu að fá verri meðferð hjá dómurum en aðrir. Valsmenn hafa kannski verið harðastir og verið að passa að þeir fari ekki yfir strikið. Þeir voru grimmir í upphafi leiks en ekki grófir fannst mér.“