Seinni bylgjan: Þessir komu bestir úr EM fríinu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 2. febrúar 2018 17:45 Úrvalslið 15. umferðar að mati sérfærðinga Seinni bylgjunnar vísir/skjáskot Olís deild karla í handbolta er komin aftur af stað eftir EM frí og var 15. umferðin leikin í vikunni. Seinni bylgjan er einnig komin aftur á fulla ferð og var umferð vikunnar gerð upp í gærkvöld. Sá sem stóð upp úr í vikunni og fékk titilinn Nocco leikmaður umferðarinnar var Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson. Elvar var að spila sinn fyrsta leik síðan í október eftir meiðsli og að öðrum ólöstuðum sá til þess að Selfoss vann Val í Valshöllinni á fimmtudaginn. Elvar hafði hægt um sig í fyrri hálfleik og skoraði eitt mark í fjórum skotum. Hann hrökk svo heldur betur í gang í seinni hálfleik og setti 10 mörk í 11 skotum. Allt Valsliðið skoraði aðeins fjórum mörkum meira en Elvar í seinni hálfleiknum. Olís deild kvenna hefur verið í gangi í janúarmánuði, en þar var þó 15. umferðin einnig að klárast í vikunni. Þar var Ester Óskarsdóttir hjá ÍBV valin best. ÍBV gerði sér lítið fyrir og skellti toppliði Vals á heimavelli og var Ester atkvæðamest í liði Eyjakvenna með 10 mörk. Elvar Örn var að sjálfsögðu í liði umferðarinnar eftir þessa frammistöðu hans og með honum þar var Haukur Þrastarson í leikstjórnendastöðunni. Tveir Haukamenn voru í liðinu eftir öruggan sigur á Stjörnunni, þeir Hákon Daði Styrmisson í vinstra horninu og Atli Már Báruson í hægri skyttu. ÍR-ingurinn Úlfur Gunnar Kjartansson er inni á línunni og Mosfellingarnir Lárus Helgi Ólafsson í markinu og Gestur Ólafur Ingvarsson í hægra horninu fullkomna liðið. Þjálfari umferðarinnar var Patrekur Jóhannesson eftir frábæra frammistöðu með Selfossliðið gegn Völsurum. Úrvalslið 15. umferðar Olís deildar kvenna er nokkuð bláleitt, með Framararana Marthe Sördal í vinstra horninu og Sigurbjörgu Jóhannsdóttur í leikstjórnandanum ásamt Stjörnukonunum Hönnu Guðrúnu Stefánsdóttur í hægra horninu og Elenu Elísabet Birgisdóttur á línunni. Berta Rut Harðardóttir úr Haukum er í hægri skyttunni og Eyjakonur eiga þrjá fulltrúa, Guðný Jenný Ásmundsdóttir í markinu og Ester Óskarsdóttur í vinstri skyttunni ásamt Hrafnhildi Skúladóttur þjálfara. G-form hörkutól umferðarinnar fór í hendur mannsins sem hreppti þann heiður fyrstur allra í byrjun tímabilsins, Elliða Snæs Viðarssonar, hjá ÍBV. Heiðurinn fékk hann fyrir frábæra sendingu aftur fyrir bak á meðan hann var í haldi hjá tveimur varnarmönnum Víkings. Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Olís deild karla í handbolta er komin aftur af stað eftir EM frí og var 15. umferðin leikin í vikunni. Seinni bylgjan er einnig komin aftur á fulla ferð og var umferð vikunnar gerð upp í gærkvöld. Sá sem stóð upp úr í vikunni og fékk titilinn Nocco leikmaður umferðarinnar var Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson. Elvar var að spila sinn fyrsta leik síðan í október eftir meiðsli og að öðrum ólöstuðum sá til þess að Selfoss vann Val í Valshöllinni á fimmtudaginn. Elvar hafði hægt um sig í fyrri hálfleik og skoraði eitt mark í fjórum skotum. Hann hrökk svo heldur betur í gang í seinni hálfleik og setti 10 mörk í 11 skotum. Allt Valsliðið skoraði aðeins fjórum mörkum meira en Elvar í seinni hálfleiknum. Olís deild kvenna hefur verið í gangi í janúarmánuði, en þar var þó 15. umferðin einnig að klárast í vikunni. Þar var Ester Óskarsdóttir hjá ÍBV valin best. ÍBV gerði sér lítið fyrir og skellti toppliði Vals á heimavelli og var Ester atkvæðamest í liði Eyjakvenna með 10 mörk. Elvar Örn var að sjálfsögðu í liði umferðarinnar eftir þessa frammistöðu hans og með honum þar var Haukur Þrastarson í leikstjórnendastöðunni. Tveir Haukamenn voru í liðinu eftir öruggan sigur á Stjörnunni, þeir Hákon Daði Styrmisson í vinstra horninu og Atli Már Báruson í hægri skyttu. ÍR-ingurinn Úlfur Gunnar Kjartansson er inni á línunni og Mosfellingarnir Lárus Helgi Ólafsson í markinu og Gestur Ólafur Ingvarsson í hægra horninu fullkomna liðið. Þjálfari umferðarinnar var Patrekur Jóhannesson eftir frábæra frammistöðu með Selfossliðið gegn Völsurum. Úrvalslið 15. umferðar Olís deildar kvenna er nokkuð bláleitt, með Framararana Marthe Sördal í vinstra horninu og Sigurbjörgu Jóhannsdóttur í leikstjórnandanum ásamt Stjörnukonunum Hönnu Guðrúnu Stefánsdóttur í hægra horninu og Elenu Elísabet Birgisdóttur á línunni. Berta Rut Harðardóttir úr Haukum er í hægri skyttunni og Eyjakonur eiga þrjá fulltrúa, Guðný Jenný Ásmundsdóttir í markinu og Ester Óskarsdóttur í vinstri skyttunni ásamt Hrafnhildi Skúladóttur þjálfara. G-form hörkutól umferðarinnar fór í hendur mannsins sem hreppti þann heiður fyrstur allra í byrjun tímabilsins, Elliða Snæs Viðarssonar, hjá ÍBV. Heiðurinn fékk hann fyrir frábæra sendingu aftur fyrir bak á meðan hann var í haldi hjá tveimur varnarmönnum Víkings.
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira