Mesta lækkun Dow Jones síðan 2008 Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. febrúar 2018 21:35 Rauðar tölur voru áberandi í Kauphöllinni í New York í dag. Vísir/Getty Bandaríska hlutabréfavísitalan Dow Jones lækkaði í dag um 1175 stig eða 4,6 prósent. Þetta er mesta lækkun vísitölunnar á einum degi síðan í september árið 2008. Metið var áður frá 29. september 2008 þegar vísitalan lækkaði um 777,68 stig á einum degi. Er lækkunin í dag mesta lækkun vísitölunnar á einum degi frá upphafi í stigum talið, en ekki hlutfallslega. Dýfa dagsins markar viðsnúning frá þróun vísitölunnar í janúar þegar hún náði 25.000 og 26.000 stigum. Hlutabréfaverð í Bandaríkjunum hefur verið að hækka almennt síðustu mánuði og hækkaði Dow Jones um meira en 25 prósent á síðast ári. Raunar var óvenjulítið um óróleika á hlutabréfamarkaði árið 2017. „Það verður meiri óstöðugleiki á mörkuðum í ár,“ segir Andrew Wilson, framkvæmdastjóri eignastýringar hjá Goldman Sachs bankanum, í samtali við BBC. Lækkunin hefur haft áhrif á hlutabréfamörkuðum víða um heim. Nasdaq vísitalan lækkaði til að mynda um 3,7 prósent í dag og FTSE vísitalan um 1,46 prósent. Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandaríska hlutabréfavísitalan Dow Jones lækkaði í dag um 1175 stig eða 4,6 prósent. Þetta er mesta lækkun vísitölunnar á einum degi síðan í september árið 2008. Metið var áður frá 29. september 2008 þegar vísitalan lækkaði um 777,68 stig á einum degi. Er lækkunin í dag mesta lækkun vísitölunnar á einum degi frá upphafi í stigum talið, en ekki hlutfallslega. Dýfa dagsins markar viðsnúning frá þróun vísitölunnar í janúar þegar hún náði 25.000 og 26.000 stigum. Hlutabréfaverð í Bandaríkjunum hefur verið að hækka almennt síðustu mánuði og hækkaði Dow Jones um meira en 25 prósent á síðast ári. Raunar var óvenjulítið um óróleika á hlutabréfamarkaði árið 2017. „Það verður meiri óstöðugleiki á mörkuðum í ár,“ segir Andrew Wilson, framkvæmdastjóri eignastýringar hjá Goldman Sachs bankanum, í samtali við BBC. Lækkunin hefur haft áhrif á hlutabréfamörkuðum víða um heim. Nasdaq vísitalan lækkaði til að mynda um 3,7 prósent í dag og FTSE vísitalan um 1,46 prósent.
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira