Óttast ekki hrun þrátt fyrir skarpa lækkun Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. febrúar 2018 07:07 Þessum hlutabréfasala leist ekkert á blikuna við opnum markaða í Asíu í morgun. Vísir/Getty Japanska Nikkei 225 hlutabréfavísitalan hefur þróast með svipuðum hætti og sú bandaríska síðastliðinn sólarhring. Greint var frá því í gærkvöldi að Dow Jones hafði, þegar markaðir lokuðu vestanhafs í gær, fallið um næstum 5 prósent á einum sólarhring sem er mesta lækkun vísitölunnar síðan í fjármálahruninu 2008. Nikkei vísitalan hefur að sama skapi fallið um 4,7 prósent á einum sólarhring þegar þetta er skrifað. Hang Seng vísitalan í Hong Kong hefur einnig fallið um 4,5 prósent og sú suður-kóreska, Kospi, hefur lækkað um 2,6 prósent. Hlutabréfaverð í Bandaríkjunum hefur verið að hækka almennt síðustu mánuði og hækkaði Dow Jones um meira en 25 prósent á síðast ári. Raunar var óvenjulítið um óróleika á hlutabréfamarkaði árið 2017 en vísitölur í Asíu hafa tilhneigingu til að fylgja þróuninni vestanhafs.Sjá einnig: Mesta lækkun Dow Jones síðan 2008Lækkun gærdagsins, og það sem af er morguns í Asíu, má í raun rekja til þess sem alla jafna væru jákvæðar fréttir af bandarískum vinnumarkaði. Greint var frá því fyrir helgi að störfum í Bandaríkjunum hafi fjölgað mjög á síðustu misserum og laun hækkað sömuleiðis. Þessi tíðindi vöktu þó nokkurn ugg meðal fjárfesta. Þá grunar að seðlabanki Bandaríkjanna muni vegna þessa grípa til meiri vaxtahækkana en gert hafði verið ráð fyrir. Fjármálaráðgjafi sem breska ríkisútvarpið ræddi við segir að lækkunin á hlutabréfamörkuðum sé ekki til marks um yfirvofandi hrun eða trú á að allt sé að fara til fjandans. „Þetta eru áhyggjur af betra gengi en búist var við og því verðum við að endurstilla miðið.“ Hvíta húsið reyndi að slá á ótta fjárfesta um helgina og sagði að þeir ættu ekki að hafa of miklar áhyggjur af þessu tímabundnu kröggum. Mikilvægara væri að líta til þeirra þátta sem hafa áhrif á stöðugleika bandarísks efnhags til lengri tíma, þátta sem allir væru sterki en nokkru sinni fyrr. Tengdar fréttir Mesta lækkun Dow Jones síðan 2008 Bandaríska hlutabréfavísitalan Dow Jones lækkaði í dag um 1175 stig eða 4,6 prósent. Þetta er mesta lækkun vísitölunnar á einum degi síðan í september árið 2008. 5. febrúar 2018 21:35 Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Japanska Nikkei 225 hlutabréfavísitalan hefur þróast með svipuðum hætti og sú bandaríska síðastliðinn sólarhring. Greint var frá því í gærkvöldi að Dow Jones hafði, þegar markaðir lokuðu vestanhafs í gær, fallið um næstum 5 prósent á einum sólarhring sem er mesta lækkun vísitölunnar síðan í fjármálahruninu 2008. Nikkei vísitalan hefur að sama skapi fallið um 4,7 prósent á einum sólarhring þegar þetta er skrifað. Hang Seng vísitalan í Hong Kong hefur einnig fallið um 4,5 prósent og sú suður-kóreska, Kospi, hefur lækkað um 2,6 prósent. Hlutabréfaverð í Bandaríkjunum hefur verið að hækka almennt síðustu mánuði og hækkaði Dow Jones um meira en 25 prósent á síðast ári. Raunar var óvenjulítið um óróleika á hlutabréfamarkaði árið 2017 en vísitölur í Asíu hafa tilhneigingu til að fylgja þróuninni vestanhafs.Sjá einnig: Mesta lækkun Dow Jones síðan 2008Lækkun gærdagsins, og það sem af er morguns í Asíu, má í raun rekja til þess sem alla jafna væru jákvæðar fréttir af bandarískum vinnumarkaði. Greint var frá því fyrir helgi að störfum í Bandaríkjunum hafi fjölgað mjög á síðustu misserum og laun hækkað sömuleiðis. Þessi tíðindi vöktu þó nokkurn ugg meðal fjárfesta. Þá grunar að seðlabanki Bandaríkjanna muni vegna þessa grípa til meiri vaxtahækkana en gert hafði verið ráð fyrir. Fjármálaráðgjafi sem breska ríkisútvarpið ræddi við segir að lækkunin á hlutabréfamörkuðum sé ekki til marks um yfirvofandi hrun eða trú á að allt sé að fara til fjandans. „Þetta eru áhyggjur af betra gengi en búist var við og því verðum við að endurstilla miðið.“ Hvíta húsið reyndi að slá á ótta fjárfesta um helgina og sagði að þeir ættu ekki að hafa of miklar áhyggjur af þessu tímabundnu kröggum. Mikilvægara væri að líta til þeirra þátta sem hafa áhrif á stöðugleika bandarísks efnhags til lengri tíma, þátta sem allir væru sterki en nokkru sinni fyrr.
Tengdar fréttir Mesta lækkun Dow Jones síðan 2008 Bandaríska hlutabréfavísitalan Dow Jones lækkaði í dag um 1175 stig eða 4,6 prósent. Þetta er mesta lækkun vísitölunnar á einum degi síðan í september árið 2008. 5. febrúar 2018 21:35 Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Mesta lækkun Dow Jones síðan 2008 Bandaríska hlutabréfavísitalan Dow Jones lækkaði í dag um 1175 stig eða 4,6 prósent. Þetta er mesta lækkun vísitölunnar á einum degi síðan í september árið 2008. 5. febrúar 2018 21:35