„Eftir hvern einasta tapleik segir þjálfari andstæðinganna að þeir hafi verið að spila við frábært lið Stjörnunnar. Af hverju er verið að segja að Stjarnan sé frábært lið?“ spyr Sebastian í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport.
Jóhann Einar Gunnarsson sagði þá að Stjarnan væri með frábæra leikmenn en Sebastian sagði einfaldlega: „Er það?“
Stjarnan tapaði fyrir Gróttu í síðustu umferð en hvað á liðið að gera?
„Ég fæ ekki borgað fyrir að leysa það. Þeir eru með hæfan mann í því,“ segir Sebastian.
Umræðuna um Stjörnuna má sjá hér að neðan.