Volvo hagnaðist um 180 milljarða Finnur Thorlacius skrifar 9. febrúar 2018 14:41 Volvo S90. Síðasta ár var mjög arðbært hjá sænska bílaframleiðandanum Volvo og nam hagnaður þess 180 milljörðum króna og hefur aldrei verið meiri. Þetta er fjórða árið í röð sem Volvo slær eigið hagnaðarmet, en hagnaðurinn fyrir árið 2016 nam 139 milljörðum í fyrra. Velta Volvo í fyrra var 2.666 milljörðum króna og því var hagnaður af sölu Volvo bíla 6,75% í fyrra. Volvo gerir ráð fyrir enn betra rekstrarári í ár og segir að mikil eftirspurn sé eftir bílum Volvo og að nýr Volvo XC40 bíll muni hjálpa þar til. Mikil sala er á Volvo bílum í Kína og er það ef til eðlilegt í ljósi þess að eigandi Volvo, Geely, er kínverskur bílaframleiðandi. Í fyrra seldi Volvo alls 571.577 bíla og jókst salan um 7% frá árinu 2016. Markmið Volvo er að ná 800.000 bíla sölu innan fárra ára og þar sem stöðugur og góður vöxtur hefur verið í sölu Volvo bíla á síðustu árum er næsta víst að það markmið mun nást. Volvo er að byggja nýja verksmiðju í Bandaríkjunum og munu fyrstu Volvo bílarnir streyma úr þeirri verksmiðju á þessu ári. Hætt er við því að Volvo bílar muni í kjölfarið seljast í meira magni en fyrr í Bandaríkjunum. Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent „Þetta skilgreinir þorpið“ Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent
Síðasta ár var mjög arðbært hjá sænska bílaframleiðandanum Volvo og nam hagnaður þess 180 milljörðum króna og hefur aldrei verið meiri. Þetta er fjórða árið í röð sem Volvo slær eigið hagnaðarmet, en hagnaðurinn fyrir árið 2016 nam 139 milljörðum í fyrra. Velta Volvo í fyrra var 2.666 milljörðum króna og því var hagnaður af sölu Volvo bíla 6,75% í fyrra. Volvo gerir ráð fyrir enn betra rekstrarári í ár og segir að mikil eftirspurn sé eftir bílum Volvo og að nýr Volvo XC40 bíll muni hjálpa þar til. Mikil sala er á Volvo bílum í Kína og er það ef til eðlilegt í ljósi þess að eigandi Volvo, Geely, er kínverskur bílaframleiðandi. Í fyrra seldi Volvo alls 571.577 bíla og jókst salan um 7% frá árinu 2016. Markmið Volvo er að ná 800.000 bíla sölu innan fárra ára og þar sem stöðugur og góður vöxtur hefur verið í sölu Volvo bíla á síðustu árum er næsta víst að það markmið mun nást. Volvo er að byggja nýja verksmiðju í Bandaríkjunum og munu fyrstu Volvo bílarnir streyma úr þeirri verksmiðju á þessu ári. Hætt er við því að Volvo bílar muni í kjölfarið seljast í meira magni en fyrr í Bandaríkjunum.
Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent „Þetta skilgreinir þorpið“ Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent