Landssamband aldraðra í Noregi fagnar því að skipaður hafi verið ráðherra sem fara á sérstaklega með málefni aldraðra. Þegar Erna Solberg forsætisráðherra kynnti ráðherralista sinn kynnti hún jafnframt sérstakan ráðherra aldraðra, Åse Michaelsen, sem einnig á að hafa lýðheilsu á sinni könnu.
Framfaraflokkurinn hefur lengi lýst eftir ráðherra aldraðra. Það hefur Landssamband aldraðra einnig gert.
Ný ríkisstjórn Noregs samanstendur af Hægri flokknum, Framfaraflokknum og frjálslyndum vinstri.
Norðmenn skipa ráðherra aldraðra
Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
