PSA aftur til Bandaríkjanna Finnur Thorlacius skrifar 22. janúar 2018 10:46 Hin þrjú bílamerki PSA Peugeot Citroën bílasamstæðunnar. PSA Peugeot Citroën hefur ekki selt bíla sína í Bandaríkjunum síðan árið 1991, eða í 27 ár. Sala Citroën bíla hætti reyndar í Bandaríkjunum árið 1974 og Peugeot dró sig endanlega frá þeim markaði árið 1991 og hafði þá selt bíla sína í landinu í 31 ár. Samkvæmt ummælum frá forstjóra Peugeot, Jean Philippe Imparato, er þó stefnan tekin á að selja aftur bíla frá bílasamstæðunni þar í landi, en það verður þó ekki alveg á næstunni og gætu liðið allt að 10 ár þangað til það raungerist. Alls ekki er víst hvaða bílgerðir yrðu fyrir valin fyrst um sinn, en ekki þykir ólíklegt að það yrðu DS lúxusbílar PSA. Undirbúningur er hafinn hjá PSA varðandi endurkomu á bandaríska bílamarkaðinn og réð PSA fyrrum yfirmann Nissan og TrueCar, Larry Dominique til að stjórna þeirri endurkomu. Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent
PSA Peugeot Citroën hefur ekki selt bíla sína í Bandaríkjunum síðan árið 1991, eða í 27 ár. Sala Citroën bíla hætti reyndar í Bandaríkjunum árið 1974 og Peugeot dró sig endanlega frá þeim markaði árið 1991 og hafði þá selt bíla sína í landinu í 31 ár. Samkvæmt ummælum frá forstjóra Peugeot, Jean Philippe Imparato, er þó stefnan tekin á að selja aftur bíla frá bílasamstæðunni þar í landi, en það verður þó ekki alveg á næstunni og gætu liðið allt að 10 ár þangað til það raungerist. Alls ekki er víst hvaða bílgerðir yrðu fyrir valin fyrst um sinn, en ekki þykir ólíklegt að það yrðu DS lúxusbílar PSA. Undirbúningur er hafinn hjá PSA varðandi endurkomu á bandaríska bílamarkaðinn og réð PSA fyrrum yfirmann Nissan og TrueCar, Larry Dominique til að stjórna þeirri endurkomu.
Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent