Neitar að hætta olíuleitinni og segir málið lykta af pólitík Kristján Már Unnarsson skrifar 22. janúar 2018 18:39 Heiðar Guðjónsson, stjórnarformaður Eykons Energy. Stöð 2/Björn Sigurðsson. Olíuleit á Drekasvæðinu gæti verið lokið eftir að kínverska ríkisolíufélagið CNOOC og norska ríkisolíufélagið Petoro ákváðu að skila inn sérleyfi sínu. Íslenska félagið Eykon vill halda áfram þótt Orkustofnun telji forsendur sérleyfisins brostnar. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Heiðar Guðjónsson, stjórnarformann Eykons Energy. Nú í janúar voru liðin fimm ár frá því olíuleitin hófst formlega í Ráðherrabústaðnum og óhætt er að segja að þessi tíðindi í dag komi verulega á óvart. Aðeins er mánuður frá því norska Stórþingið samþykkti ósk Petoro um að fjórfalda framlög til olíuleitarinnar í ár, en stjórnarformaður Eykons segir að sérleyfishafarnir hafi ákveðið á fundi í nóvember, fyrir aðeins tveimur mánuðum, að halda áfram. „Þá var ákveðið að halda áfram með leyfið og ákveðið að fara í grunnboranir og frekari rannsóknir, - en ekki að hætta við. Þannig að þetta kemur okkur óþægilega á óvart,“ segir Heiðar. -Hvað gerðist í millitíðinni? „Ég bara kann ekki að skýra það. Við höfum óskað eftir útskýringum. Þetta hefur náttúrlega bara verið að gerast á síðustu dögum. Fresturinn til að skila inn leyfinu rann út núna í dag þannig að við vorum á síðustu dögum að spyrja; hvað hefur raunverulega breyst?“ Fulltrúar CNOOC, Petoro og Eykons hittust á Reyðarfirði haustið 2015 þegar fyrsti rannsóknarleiðangurinn hélt á Drekasvæðið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Heiðar segir að Petoro hafi í fyrstu verið andsnúið tillögu Kínverjanna um að hætta við og það hafi komið mjög á óvart fyrir helgi að Norðmennirnir skyldu breyta um stefnu, eftir að hafa lagt til grunnboranir og fengið fjárveitingu þingsins. „Fyrir mér, - ég er nú ekkert sérstaklega vel að mér í pólitík, - þetta lyktar aðeins af pólitík. Þetta lyktar af einhverju öðru heldur en viðskiptalegum forsendum. Vegna þess að það sem við erum búnir að vera að gera þarna er að við erum búnir að eyða milljörðum í að þróa áfram þetta leyfi, í mikilvægar rannsóknir, og erum búnir að staðsetja þarna sex áhugaverðar olíulindir, að við teljum.“ Í tilkynningu Orkustofnunar í dag kemur fram að CNOOC og Petoro hafi ákveðið að gefa leyfið eftir „..í ljósi fyrirliggjandi gagna um jarðfræði svæðisins og annarra þátta sem varða meðal annars rannsóknarkostnað að teknu tilliti til áhættu“. Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC var stærsti aðili eina virka sérleyfisins á Drekasvæðinu.Grafík/Stöð 2. En nú er það stóra spurningin: Er þessum kafla í atvinnusögu Íslands endanlega lokið eða verður framhald á? Eykon vill halda áfram. „Ég tel að það sé möguleiki að fá inn aðra aðila sem geta þá komið inn í staðinn fyrir CNOOC og Petoro,“ segir Heiðar. Orkustofnun lýsti því hins vegar yfir í dag að hún teldi forsendur leyfisins brostnar. Það væri mat hennar að Eykon Energy réði hvorki yfir tæknilegri, jarðfræðilegri né fjárhagslegri getu til að takast eitt á við næsta áfanga rannsóknaráætlunarinnar. En neyðist Eykon þá ekki til að skila inn leyfinu? „Samkvæmt reglum leyfisins, - ef við skilum því ekki inn, - þá erum við ennþá með leyfið. Svo getur vel verið að það sé pólitískur þrýstingur á þá að slátra þessu leyfi,“ svarar stjórnarformaður Eykons. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Efnahagsmál Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Vilja einbeita sér að fjórfalt stærri olíulind en fundist hafi við Noreg Stjórnarformaður Eykons segir menn vilja einbeita sér að CNOOC-leyfinu, sem gefi fyrirheit um fjórfalt stærri olíulind á Drekasvæðinu en fundist hafi við Noreg og Bretland. 4. janúar 2017 20:00 Fjórfalda fjárheimildir til olíuleitar á Drekasvæði Olíuleit á íslenska Drekasvæðinu fjórfaldast að umfangi á næsta ári, miðað við fjárheimildir sem norska Stórþingið samþykkti fyrir helgi til ríkisolíufélagsins Petoro. 18. desember 2017 21:15 Mest lesið Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Olíuleit á Drekasvæðinu gæti verið lokið eftir að kínverska ríkisolíufélagið CNOOC og norska ríkisolíufélagið Petoro ákváðu að skila inn sérleyfi sínu. Íslenska félagið Eykon vill halda áfram þótt Orkustofnun telji forsendur sérleyfisins brostnar. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Heiðar Guðjónsson, stjórnarformann Eykons Energy. Nú í janúar voru liðin fimm ár frá því olíuleitin hófst formlega í Ráðherrabústaðnum og óhætt er að segja að þessi tíðindi í dag komi verulega á óvart. Aðeins er mánuður frá því norska Stórþingið samþykkti ósk Petoro um að fjórfalda framlög til olíuleitarinnar í ár, en stjórnarformaður Eykons segir að sérleyfishafarnir hafi ákveðið á fundi í nóvember, fyrir aðeins tveimur mánuðum, að halda áfram. „Þá var ákveðið að halda áfram með leyfið og ákveðið að fara í grunnboranir og frekari rannsóknir, - en ekki að hætta við. Þannig að þetta kemur okkur óþægilega á óvart,“ segir Heiðar. -Hvað gerðist í millitíðinni? „Ég bara kann ekki að skýra það. Við höfum óskað eftir útskýringum. Þetta hefur náttúrlega bara verið að gerast á síðustu dögum. Fresturinn til að skila inn leyfinu rann út núna í dag þannig að við vorum á síðustu dögum að spyrja; hvað hefur raunverulega breyst?“ Fulltrúar CNOOC, Petoro og Eykons hittust á Reyðarfirði haustið 2015 þegar fyrsti rannsóknarleiðangurinn hélt á Drekasvæðið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Heiðar segir að Petoro hafi í fyrstu verið andsnúið tillögu Kínverjanna um að hætta við og það hafi komið mjög á óvart fyrir helgi að Norðmennirnir skyldu breyta um stefnu, eftir að hafa lagt til grunnboranir og fengið fjárveitingu þingsins. „Fyrir mér, - ég er nú ekkert sérstaklega vel að mér í pólitík, - þetta lyktar aðeins af pólitík. Þetta lyktar af einhverju öðru heldur en viðskiptalegum forsendum. Vegna þess að það sem við erum búnir að vera að gera þarna er að við erum búnir að eyða milljörðum í að þróa áfram þetta leyfi, í mikilvægar rannsóknir, og erum búnir að staðsetja þarna sex áhugaverðar olíulindir, að við teljum.“ Í tilkynningu Orkustofnunar í dag kemur fram að CNOOC og Petoro hafi ákveðið að gefa leyfið eftir „..í ljósi fyrirliggjandi gagna um jarðfræði svæðisins og annarra þátta sem varða meðal annars rannsóknarkostnað að teknu tilliti til áhættu“. Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC var stærsti aðili eina virka sérleyfisins á Drekasvæðinu.Grafík/Stöð 2. En nú er það stóra spurningin: Er þessum kafla í atvinnusögu Íslands endanlega lokið eða verður framhald á? Eykon vill halda áfram. „Ég tel að það sé möguleiki að fá inn aðra aðila sem geta þá komið inn í staðinn fyrir CNOOC og Petoro,“ segir Heiðar. Orkustofnun lýsti því hins vegar yfir í dag að hún teldi forsendur leyfisins brostnar. Það væri mat hennar að Eykon Energy réði hvorki yfir tæknilegri, jarðfræðilegri né fjárhagslegri getu til að takast eitt á við næsta áfanga rannsóknaráætlunarinnar. En neyðist Eykon þá ekki til að skila inn leyfinu? „Samkvæmt reglum leyfisins, - ef við skilum því ekki inn, - þá erum við ennþá með leyfið. Svo getur vel verið að það sé pólitískur þrýstingur á þá að slátra þessu leyfi,“ svarar stjórnarformaður Eykons. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Efnahagsmál Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Vilja einbeita sér að fjórfalt stærri olíulind en fundist hafi við Noreg Stjórnarformaður Eykons segir menn vilja einbeita sér að CNOOC-leyfinu, sem gefi fyrirheit um fjórfalt stærri olíulind á Drekasvæðinu en fundist hafi við Noreg og Bretland. 4. janúar 2017 20:00 Fjórfalda fjárheimildir til olíuleitar á Drekasvæði Olíuleit á íslenska Drekasvæðinu fjórfaldast að umfangi á næsta ári, miðað við fjárheimildir sem norska Stórþingið samþykkti fyrir helgi til ríkisolíufélagsins Petoro. 18. desember 2017 21:15 Mest lesið Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Vilja einbeita sér að fjórfalt stærri olíulind en fundist hafi við Noreg Stjórnarformaður Eykons segir menn vilja einbeita sér að CNOOC-leyfinu, sem gefi fyrirheit um fjórfalt stærri olíulind á Drekasvæðinu en fundist hafi við Noreg og Bretland. 4. janúar 2017 20:00
Fjórfalda fjárheimildir til olíuleitar á Drekasvæði Olíuleit á íslenska Drekasvæðinu fjórfaldast að umfangi á næsta ári, miðað við fjárheimildir sem norska Stórþingið samþykkti fyrir helgi til ríkisolíufélagsins Petoro. 18. desember 2017 21:15