Neitar að hætta olíuleitinni og segir málið lykta af pólitík Kristján Már Unnarsson skrifar 22. janúar 2018 18:39 Heiðar Guðjónsson, stjórnarformaður Eykons Energy. Stöð 2/Björn Sigurðsson. Olíuleit á Drekasvæðinu gæti verið lokið eftir að kínverska ríkisolíufélagið CNOOC og norska ríkisolíufélagið Petoro ákváðu að skila inn sérleyfi sínu. Íslenska félagið Eykon vill halda áfram þótt Orkustofnun telji forsendur sérleyfisins brostnar. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Heiðar Guðjónsson, stjórnarformann Eykons Energy. Nú í janúar voru liðin fimm ár frá því olíuleitin hófst formlega í Ráðherrabústaðnum og óhætt er að segja að þessi tíðindi í dag komi verulega á óvart. Aðeins er mánuður frá því norska Stórþingið samþykkti ósk Petoro um að fjórfalda framlög til olíuleitarinnar í ár, en stjórnarformaður Eykons segir að sérleyfishafarnir hafi ákveðið á fundi í nóvember, fyrir aðeins tveimur mánuðum, að halda áfram. „Þá var ákveðið að halda áfram með leyfið og ákveðið að fara í grunnboranir og frekari rannsóknir, - en ekki að hætta við. Þannig að þetta kemur okkur óþægilega á óvart,“ segir Heiðar. -Hvað gerðist í millitíðinni? „Ég bara kann ekki að skýra það. Við höfum óskað eftir útskýringum. Þetta hefur náttúrlega bara verið að gerast á síðustu dögum. Fresturinn til að skila inn leyfinu rann út núna í dag þannig að við vorum á síðustu dögum að spyrja; hvað hefur raunverulega breyst?“ Fulltrúar CNOOC, Petoro og Eykons hittust á Reyðarfirði haustið 2015 þegar fyrsti rannsóknarleiðangurinn hélt á Drekasvæðið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Heiðar segir að Petoro hafi í fyrstu verið andsnúið tillögu Kínverjanna um að hætta við og það hafi komið mjög á óvart fyrir helgi að Norðmennirnir skyldu breyta um stefnu, eftir að hafa lagt til grunnboranir og fengið fjárveitingu þingsins. „Fyrir mér, - ég er nú ekkert sérstaklega vel að mér í pólitík, - þetta lyktar aðeins af pólitík. Þetta lyktar af einhverju öðru heldur en viðskiptalegum forsendum. Vegna þess að það sem við erum búnir að vera að gera þarna er að við erum búnir að eyða milljörðum í að þróa áfram þetta leyfi, í mikilvægar rannsóknir, og erum búnir að staðsetja þarna sex áhugaverðar olíulindir, að við teljum.“ Í tilkynningu Orkustofnunar í dag kemur fram að CNOOC og Petoro hafi ákveðið að gefa leyfið eftir „..í ljósi fyrirliggjandi gagna um jarðfræði svæðisins og annarra þátta sem varða meðal annars rannsóknarkostnað að teknu tilliti til áhættu“. Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC var stærsti aðili eina virka sérleyfisins á Drekasvæðinu.Grafík/Stöð 2. En nú er það stóra spurningin: Er þessum kafla í atvinnusögu Íslands endanlega lokið eða verður framhald á? Eykon vill halda áfram. „Ég tel að það sé möguleiki að fá inn aðra aðila sem geta þá komið inn í staðinn fyrir CNOOC og Petoro,“ segir Heiðar. Orkustofnun lýsti því hins vegar yfir í dag að hún teldi forsendur leyfisins brostnar. Það væri mat hennar að Eykon Energy réði hvorki yfir tæknilegri, jarðfræðilegri né fjárhagslegri getu til að takast eitt á við næsta áfanga rannsóknaráætlunarinnar. En neyðist Eykon þá ekki til að skila inn leyfinu? „Samkvæmt reglum leyfisins, - ef við skilum því ekki inn, - þá erum við ennþá með leyfið. Svo getur vel verið að það sé pólitískur þrýstingur á þá að slátra þessu leyfi,“ svarar stjórnarformaður Eykons. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Efnahagsmál Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Vilja einbeita sér að fjórfalt stærri olíulind en fundist hafi við Noreg Stjórnarformaður Eykons segir menn vilja einbeita sér að CNOOC-leyfinu, sem gefi fyrirheit um fjórfalt stærri olíulind á Drekasvæðinu en fundist hafi við Noreg og Bretland. 4. janúar 2017 20:00 Fjórfalda fjárheimildir til olíuleitar á Drekasvæði Olíuleit á íslenska Drekasvæðinu fjórfaldast að umfangi á næsta ári, miðað við fjárheimildir sem norska Stórþingið samþykkti fyrir helgi til ríkisolíufélagsins Petoro. 18. desember 2017 21:15 Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Olíuleit á Drekasvæðinu gæti verið lokið eftir að kínverska ríkisolíufélagið CNOOC og norska ríkisolíufélagið Petoro ákváðu að skila inn sérleyfi sínu. Íslenska félagið Eykon vill halda áfram þótt Orkustofnun telji forsendur sérleyfisins brostnar. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Heiðar Guðjónsson, stjórnarformann Eykons Energy. Nú í janúar voru liðin fimm ár frá því olíuleitin hófst formlega í Ráðherrabústaðnum og óhætt er að segja að þessi tíðindi í dag komi verulega á óvart. Aðeins er mánuður frá því norska Stórþingið samþykkti ósk Petoro um að fjórfalda framlög til olíuleitarinnar í ár, en stjórnarformaður Eykons segir að sérleyfishafarnir hafi ákveðið á fundi í nóvember, fyrir aðeins tveimur mánuðum, að halda áfram. „Þá var ákveðið að halda áfram með leyfið og ákveðið að fara í grunnboranir og frekari rannsóknir, - en ekki að hætta við. Þannig að þetta kemur okkur óþægilega á óvart,“ segir Heiðar. -Hvað gerðist í millitíðinni? „Ég bara kann ekki að skýra það. Við höfum óskað eftir útskýringum. Þetta hefur náttúrlega bara verið að gerast á síðustu dögum. Fresturinn til að skila inn leyfinu rann út núna í dag þannig að við vorum á síðustu dögum að spyrja; hvað hefur raunverulega breyst?“ Fulltrúar CNOOC, Petoro og Eykons hittust á Reyðarfirði haustið 2015 þegar fyrsti rannsóknarleiðangurinn hélt á Drekasvæðið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Heiðar segir að Petoro hafi í fyrstu verið andsnúið tillögu Kínverjanna um að hætta við og það hafi komið mjög á óvart fyrir helgi að Norðmennirnir skyldu breyta um stefnu, eftir að hafa lagt til grunnboranir og fengið fjárveitingu þingsins. „Fyrir mér, - ég er nú ekkert sérstaklega vel að mér í pólitík, - þetta lyktar aðeins af pólitík. Þetta lyktar af einhverju öðru heldur en viðskiptalegum forsendum. Vegna þess að það sem við erum búnir að vera að gera þarna er að við erum búnir að eyða milljörðum í að þróa áfram þetta leyfi, í mikilvægar rannsóknir, og erum búnir að staðsetja þarna sex áhugaverðar olíulindir, að við teljum.“ Í tilkynningu Orkustofnunar í dag kemur fram að CNOOC og Petoro hafi ákveðið að gefa leyfið eftir „..í ljósi fyrirliggjandi gagna um jarðfræði svæðisins og annarra þátta sem varða meðal annars rannsóknarkostnað að teknu tilliti til áhættu“. Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC var stærsti aðili eina virka sérleyfisins á Drekasvæðinu.Grafík/Stöð 2. En nú er það stóra spurningin: Er þessum kafla í atvinnusögu Íslands endanlega lokið eða verður framhald á? Eykon vill halda áfram. „Ég tel að það sé möguleiki að fá inn aðra aðila sem geta þá komið inn í staðinn fyrir CNOOC og Petoro,“ segir Heiðar. Orkustofnun lýsti því hins vegar yfir í dag að hún teldi forsendur leyfisins brostnar. Það væri mat hennar að Eykon Energy réði hvorki yfir tæknilegri, jarðfræðilegri né fjárhagslegri getu til að takast eitt á við næsta áfanga rannsóknaráætlunarinnar. En neyðist Eykon þá ekki til að skila inn leyfinu? „Samkvæmt reglum leyfisins, - ef við skilum því ekki inn, - þá erum við ennþá með leyfið. Svo getur vel verið að það sé pólitískur þrýstingur á þá að slátra þessu leyfi,“ svarar stjórnarformaður Eykons. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Efnahagsmál Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Vilja einbeita sér að fjórfalt stærri olíulind en fundist hafi við Noreg Stjórnarformaður Eykons segir menn vilja einbeita sér að CNOOC-leyfinu, sem gefi fyrirheit um fjórfalt stærri olíulind á Drekasvæðinu en fundist hafi við Noreg og Bretland. 4. janúar 2017 20:00 Fjórfalda fjárheimildir til olíuleitar á Drekasvæði Olíuleit á íslenska Drekasvæðinu fjórfaldast að umfangi á næsta ári, miðað við fjárheimildir sem norska Stórþingið samþykkti fyrir helgi til ríkisolíufélagsins Petoro. 18. desember 2017 21:15 Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Vilja einbeita sér að fjórfalt stærri olíulind en fundist hafi við Noreg Stjórnarformaður Eykons segir menn vilja einbeita sér að CNOOC-leyfinu, sem gefi fyrirheit um fjórfalt stærri olíulind á Drekasvæðinu en fundist hafi við Noreg og Bretland. 4. janúar 2017 20:00
Fjórfalda fjárheimildir til olíuleitar á Drekasvæði Olíuleit á íslenska Drekasvæðinu fjórfaldast að umfangi á næsta ári, miðað við fjárheimildir sem norska Stórþingið samþykkti fyrir helgi til ríkisolíufélagsins Petoro. 18. desember 2017 21:15