Viðskipti innlent

365 forvitnilegasta fyrirtækið

Jakob Bjarnar skrifar
Ingibjörg Pálmadóttir, formaður stjórnar 365 miðla og Stefán Sigurðsson, forstjóri Vodafone, undirrita kaupsamning um kaup Fjarskipta á öllum eignum og rekstri 365 miðla, að undanskildum eignum er varða útgáfu Fréttablaðsins og tímaritsins Glamour.
Ingibjörg Pálmadóttir, formaður stjórnar 365 miðla og Stefán Sigurðsson, forstjóri Vodafone, undirrita kaupsamning um kaup Fjarskipta á öllum eignum og rekstri 365 miðla, að undanskildum eignum er varða útgáfu Fréttablaðsins og tímaritsins Glamour. visir/vilhelm
Fyrir liggur samantekt á algengustu leitarorðin hjá 1819 fyrir árið 2017. Þetta er forvitnilegur listi en á daginn kemur að almenningur virðist samkvæmt honum hafa mestan áhuga á fyrirbærunum mat, tollstjóra og svo lyfjum eða apótekum.

Þau fyrirtæki sem fólk vill hins vegar helst kynna sér eru 365, þá er það Byko og Vodafone.

Ágústa Finnbogadóttir. Leitarorðin á miðlum 1819.is eru helst tengd mat, leigubílum og heilsu.
 Þessi fyrirtæki voru í deiglunni en kaup Fjarskipta á öllum eignum og rekstri 365 miðla, að undanskildum eignum er varða útgáfu Fréttablaðsins og tímaritsins Glamour, vöktu að vonum verulega athygli á árinu 2017.

„Já, samkvæmt þessu eru leitarorðin á miðlum 1819.is helst tengd mat, leigubílum og heilsu. Lands­menn flettu oft­ast upp mat og fylgdi póstnúmerið 101 þar oft á eftir.  Mikið var leitað eftir leigubíl og þar á eft­ir var heilsan í fyrirrúmi en apótek, heilsugæsla og sjúkratryggingar falla undir þann hatt,“ segir Ágústa Finnbogadóttir, framkvæmdastjóri 1819 í samtali við Vísi.

En, svona lítur þetta út, nánar tiltekið:

Tíu vinsælustu leitarorðin á 1819.is

  1. Matur
  2. Tollstjóri
  3. Apótek
  4. Taxi
  5. Heilsugæsla
  6. Sjúkratryggingar
  7. Verkstæði
  8. Hótel
  9. 101
  10. Snyrtistofa
 

20 mest skoðuðu fyrirtækin

  1. 365
  2. Byko
  3. Vodafone
  4. Hreyfill
  5. N1
  6. Elko
  7. Arion
  8. Samgöngustofa
  9. BL
  10. Landsbankinn
  11. Hekla
  12. Toyota
  13. Nova
  14. Vörður
  15. Síminn
  16. RSK
  17. Vís
  18. TM
  19. Pósturinn
  20. Brimborg
 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×