Kínverskum konum gengur illa að koma #metoo í gegnum ritskoðendur internetsins Samúel Karl Ólason skrifar 24. janúar 2018 14:27 Konum hefur gegnið illa að koma sögum sínum út og er færslum eytt ótt og títt. Vísir/Getty Ritskoðendur internetsins í Kína vinna nú hörðum höndum að því að stöðva #metoo umræðu á samfélagsmiðlum þar í landi. Konum hefur gegnið illa að koma sögum sínum út og er færslum eytt ótt og títt. Búið er að koma í veg fyrir notkun orðasambanda sem snúa að því að berjast gegn kynferðislegri áreitni og eyða undirskriftalistum þar sem kallað eftir því að konur séu varðar betur. Þar að auki hafa embættismenn varað aðgerðarsinna við því að vera of háværir og gefið hefur verið í skyn að þeir gætu verið taldir svikarar á vegum erlendra andstæðinga Kína. Þetta kemur fram í frétt New York Times.Baráttan gegn #metoo hreyfingunni kemur eftir að fjöldi kvenna hafa kallað eftir því að ásakanir gegn yfirmönnum, samstarfsfélögum og kennurum verði rannsakaðar.Þótti komið á flug Nokkrir embættismenn sem koma að menntakerfi Kína hafa verið reknir úr störfum sínum og þar á meðal einn prófessor sem mun hafa brotið gegn minnst sex nemendum sínum á fimmtán árum. Meðal annars hefur hann verið sakaður um nauðgun. Fjallað var um mál hans í opinberum fjölmiðlum Kína og þótti það til marks um að hreyfingin væri komin á flug. Þá hafði mikil ritskoðun þegar farið farið fram á samfélagmiðlum í Kína en hún virðist vera orðin mun meiri nú.Í umfjöllun New York Times segir að stjórnvöld Kína noti oft jafnrétti kynjanna í áróðri ríkisins en hins vegar hafi lítið verið gert við aukið kynjamisrétti og mismunun. Þá séu nánast bara karlar í æðstu stöðum Kommúnistaflokks Kína og háttsettir menn úr stjórnmála- og viðskiptalífi Kína séu varðir gegn ásökunum um kynferðisbrot. Þar að auki eru lög ríkisins um nauðgun og áreitni óljós og sjaldan falla dómar konum í vil. Fyrirtæki rannsaki sjaldan ásakanir á hendur körlum og grípi sjaldan til aðgerða.Rappið litið hornauga Yfirvöld Kína hafa einnig gripið til aðgerða gegn Rappi. Mjög vinsæll sjónvarpsþáttur um rappheim landsins vakti gífurlega athygli í sumar og naut mikilla vinsælda. Nokkrir af keppendum þáttarins urðu stjörnur og rappið varð fljótt að umfangsmiklum og hagvænum iðnaði. Nú virðist þó sem að það sé búið. PG One, einn af efstu keppendum The Rap of China, var nýverið sakaður um að eiga í ástarsambandi við gifta konu. Þær fregnir voru aldrei staðfestar, samkvæmt frétt BBC, en ríkisfjölmiðlar Kína fóru fljótt mjög harkalega gegn PG One og rappinu í Kína eins og það leggur sig.PG One hefur verið sakaður um að vanvirða konur, hvetja til fíkniefnaneyslu og ýmislegt fleira. Kínverska ríkið hefur nú ákveðið að sjónvarpsstöðvar þar í landi megi ekki lengur sýna efni sem snýr á nokkurn hátt að rappi, né rappara. Í minnisblaði frá stofnun sem heldur utan um fjölmiðla og sjónvarpsútsendingar í Kína stóð að allir þættir yrðu að fylgja fjórum „tónum“ um hvernig fólki sjónvarpsfólk megi bjóða í þætti sína. Þau verði að vera heilsteypt og án hneykslismála. MeToo Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Fleiri fréttir Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Sjá meira
Ritskoðendur internetsins í Kína vinna nú hörðum höndum að því að stöðva #metoo umræðu á samfélagsmiðlum þar í landi. Konum hefur gegnið illa að koma sögum sínum út og er færslum eytt ótt og títt. Búið er að koma í veg fyrir notkun orðasambanda sem snúa að því að berjast gegn kynferðislegri áreitni og eyða undirskriftalistum þar sem kallað eftir því að konur séu varðar betur. Þar að auki hafa embættismenn varað aðgerðarsinna við því að vera of háværir og gefið hefur verið í skyn að þeir gætu verið taldir svikarar á vegum erlendra andstæðinga Kína. Þetta kemur fram í frétt New York Times.Baráttan gegn #metoo hreyfingunni kemur eftir að fjöldi kvenna hafa kallað eftir því að ásakanir gegn yfirmönnum, samstarfsfélögum og kennurum verði rannsakaðar.Þótti komið á flug Nokkrir embættismenn sem koma að menntakerfi Kína hafa verið reknir úr störfum sínum og þar á meðal einn prófessor sem mun hafa brotið gegn minnst sex nemendum sínum á fimmtán árum. Meðal annars hefur hann verið sakaður um nauðgun. Fjallað var um mál hans í opinberum fjölmiðlum Kína og þótti það til marks um að hreyfingin væri komin á flug. Þá hafði mikil ritskoðun þegar farið farið fram á samfélagmiðlum í Kína en hún virðist vera orðin mun meiri nú.Í umfjöllun New York Times segir að stjórnvöld Kína noti oft jafnrétti kynjanna í áróðri ríkisins en hins vegar hafi lítið verið gert við aukið kynjamisrétti og mismunun. Þá séu nánast bara karlar í æðstu stöðum Kommúnistaflokks Kína og háttsettir menn úr stjórnmála- og viðskiptalífi Kína séu varðir gegn ásökunum um kynferðisbrot. Þar að auki eru lög ríkisins um nauðgun og áreitni óljós og sjaldan falla dómar konum í vil. Fyrirtæki rannsaki sjaldan ásakanir á hendur körlum og grípi sjaldan til aðgerða.Rappið litið hornauga Yfirvöld Kína hafa einnig gripið til aðgerða gegn Rappi. Mjög vinsæll sjónvarpsþáttur um rappheim landsins vakti gífurlega athygli í sumar og naut mikilla vinsælda. Nokkrir af keppendum þáttarins urðu stjörnur og rappið varð fljótt að umfangsmiklum og hagvænum iðnaði. Nú virðist þó sem að það sé búið. PG One, einn af efstu keppendum The Rap of China, var nýverið sakaður um að eiga í ástarsambandi við gifta konu. Þær fregnir voru aldrei staðfestar, samkvæmt frétt BBC, en ríkisfjölmiðlar Kína fóru fljótt mjög harkalega gegn PG One og rappinu í Kína eins og það leggur sig.PG One hefur verið sakaður um að vanvirða konur, hvetja til fíkniefnaneyslu og ýmislegt fleira. Kínverska ríkið hefur nú ákveðið að sjónvarpsstöðvar þar í landi megi ekki lengur sýna efni sem snýr á nokkurn hátt að rappi, né rappara. Í minnisblaði frá stofnun sem heldur utan um fjölmiðla og sjónvarpsútsendingar í Kína stóð að allir þættir yrðu að fylgja fjórum „tónum“ um hvernig fólki sjónvarpsfólk megi bjóða í þætti sína. Þau verði að vera heilsteypt og án hneykslismála.
MeToo Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Fleiri fréttir Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent