Veruleikarofnir álitsgjafar Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 27. janúar 2018 07:00 Það var helst í fréttum í gær að enn vantar mikið upp á að leikskólar og frístundaheimili grunnskólanna séu fullmönnuð í Reykjavík. Minnir þetta ástand á stöðuna víða úti á landi fyrir nokkrum áratugum. Engar fréttir voru um að það vantaði starfsfólk á skrifstofur borgarinnar. Fullmannað á Mannréttindaskrifstofunni, skrifstofa borgarstjóra fullmönnuð, allt pakkað á stjórnsýslusviðinu. Það var líka í fréttum í vikunni að tekjur Reykjavíkurborgar eru í hæstu hæðum, borgarbúar keppast við að borga meira og meira fyrir minni þjónustu. Ekki að undra að ánægjumælingar sýni að við erum ekki ánægð, borgin er ekki að standa sig, en nágrannasveitarfélögin blómstra. Ekki skrýtið að Dagur ákvað í nafni gegnsæis að hætta að mæla ánægjuna með þeim orðum að Reykvíkingar væru kröfuharðari en aðrir, sem sagt ekki hægt að gera þeim til geðs. En hvað myndi gleðja okkur? Það eru frekar einfaldir hlutir. Við viljum að börnin geti án vandræða verið á leikskólum og á frístundaheimilum, við viljum að borgin sé hrein, götur þvegnar og gras slegið, við viljum að ruslið sé sótt og við viljum að umferðin gangi greiðlega fyrir sig. Við viljum á hinn bóginn ekki að hundruðum milljóna sé varið í að þrengja götur, að gæluverkefni gangi fyrir grunnþjónustu eða borgarstjóra sem hverfur alltaf þegar á bjátar. Er hér fátt eitt nefnt og kannski er þetta kröfuharka. En á sama tíma fullyrða vinstrisinnaðir álitsgjafar að borgarstjórinn sé í sterkri stöðu. Það er í hrópandi mótsögn við mælda óánægju Reykvíkinga. Þetta veruleikarof álitsgjafanna er heillandi skrýtið, en ólíklegt að það trompi staðreyndir og dómgreind borgarbúa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Það var helst í fréttum í gær að enn vantar mikið upp á að leikskólar og frístundaheimili grunnskólanna séu fullmönnuð í Reykjavík. Minnir þetta ástand á stöðuna víða úti á landi fyrir nokkrum áratugum. Engar fréttir voru um að það vantaði starfsfólk á skrifstofur borgarinnar. Fullmannað á Mannréttindaskrifstofunni, skrifstofa borgarstjóra fullmönnuð, allt pakkað á stjórnsýslusviðinu. Það var líka í fréttum í vikunni að tekjur Reykjavíkurborgar eru í hæstu hæðum, borgarbúar keppast við að borga meira og meira fyrir minni þjónustu. Ekki að undra að ánægjumælingar sýni að við erum ekki ánægð, borgin er ekki að standa sig, en nágrannasveitarfélögin blómstra. Ekki skrýtið að Dagur ákvað í nafni gegnsæis að hætta að mæla ánægjuna með þeim orðum að Reykvíkingar væru kröfuharðari en aðrir, sem sagt ekki hægt að gera þeim til geðs. En hvað myndi gleðja okkur? Það eru frekar einfaldir hlutir. Við viljum að börnin geti án vandræða verið á leikskólum og á frístundaheimilum, við viljum að borgin sé hrein, götur þvegnar og gras slegið, við viljum að ruslið sé sótt og við viljum að umferðin gangi greiðlega fyrir sig. Við viljum á hinn bóginn ekki að hundruðum milljóna sé varið í að þrengja götur, að gæluverkefni gangi fyrir grunnþjónustu eða borgarstjóra sem hverfur alltaf þegar á bjátar. Er hér fátt eitt nefnt og kannski er þetta kröfuharka. En á sama tíma fullyrða vinstrisinnaðir álitsgjafar að borgarstjórinn sé í sterkri stöðu. Það er í hrópandi mótsögn við mælda óánægju Reykvíkinga. Þetta veruleikarof álitsgjafanna er heillandi skrýtið, en ólíklegt að það trompi staðreyndir og dómgreind borgarbúa.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun