Bíllinn er samstarfsverkefni Hyundai og breytingafyrirtækisins Rockstar. Bíllinn er á hefðbundnum undirvagni Santa Fe og búinn sömu vél og drigbúnaði og sá fjöldaframleiddi, líkt og 38” bíllnn sem Artic Trucks breytti fyrir notkun á Suðurskautslandinu.
Helstu tæknibreytingarnar sem gerðar voru fela í sér ísetningu á King coil-over fjörðunarbúnaði, Magnaflow pústi, R1 Concepts hemlakerfi, Nitrous Express nítrókerfi og 17” Machete felgur á Mickey Thompson Baja MTZ jeppadekkjum. Myndbandið hér að neðan sýnir þegar bíllinn var reyndur í Moabklettunum í Grand County í Utah þangað sem þúsundir manna koma til að spreyta sig í klettaakstri á sérútbúnum bílum.