Fótbrotnaði illa við að safna jólatrjám fyrir bæjarfélagið sitt Benedikt Bóas skrifar 10. janúar 2018 09:00 Elvar Ásgeirsson á heimili sínu í gær. Vísir/Vilhelm Elvar Ásgeirsson, leikmaður Aftureldingar í handbolta, mun trúlega ekki spila meira í vetur en hann fótbrotnaði þegar hann rann í hálku við að safna jólatrjám fyrir Mosfellsbæ, sem er árleg fjáröflun handboltadeildarinnar. Hann heyrði löppina brotna þegar hann lenti. Fór í aðgerð á mánudag sem heppnaðist vel. „Ef maður horfir á stóru myndina þá eru 12 vikur ekki langur tími en akkúrat núna, þegar ég ligg uppi í sófa, þá er ég auðvitað hundfúll,“ segir Elvar Ásgeirsson, leikmaður Aftureldingar í handbolta, en hann varð fyrir því óláni að fótbrotna í árlegri fjáröflun deildarinnar, að safna saman jólatrjám Mosfellinga. Litlar líkur eru á því að Elvar nái að klína á sig harpixi það sem eftir er tímabilsins en hann er þó ekki alveg búinn að gefa upp alla von. „Eins og staðan er í dag er ég ekki að horfa á þetta tímabil en ef liðsfélagar mínir fara alla leið þá er Íslandsmótið að klárast um miðjan maí.“ Elvar fór í aðgerð á mánudag sem heppnaðist vel enda þótt brotið hafi verið ljótt var það hreint og ökklinn slapp. Þeir sem hafa séð um hann segja að ef hann passi sig eigi beinið að gróa vel og verða jafn sterkt á ný – sem hann segir að sé ákveðinn léttir.Vísir/Vilhelm„Það var flughált þegar við vorum að tína upp trén og ég var í smá halla og ætlaði að láta mig renna á báðum fótum að bílnum sem við vorum á og stoppa mig þannig af. Ég rann löturhægt áfram en missti skyndilega fótanna og fann að ég var að detta á hnakkann. Ég ætlaði eitthvað að reyna að bjarga mér og setja vinstri löppina undir mig en hún krumpast og beyglast og ég dett á hana þannig að ég heyri hana brotna.“ Meiðsli Elvars eru mikið áfall fyrir lið Aftureldingar en Elvar er algjör lykilleikmaður í liðinu og er næstmarkahæsti leikmaður liðsins á þessu tímabili með 69 mörk í 13 leikjum. „Ég var að spila vel í desember fannst mér. En þetta er eitthvað sem gerðist og nú þarf ég að vera sterkur andlega. Ég er ekkert kornungur en ég á langan feril fyrir höndum,“ segir hann. Þótt áfallið sé stórt sér Elvar ljós í myrkrinu og horfir meðal annars til landsliðsmarkvarðarins í fótbolta, Hannesar Halldórssonar, sem meiddist skömmu fyrir Evrópumótið en kom til baka sterkari en áður. „Ég tek Hannes klárlega mér til fyrirmyndar og ætla að mæta bæði helskafinn og tilbúinn um leið og ég get.“ Olís-deild karla Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira
Elvar Ásgeirsson, leikmaður Aftureldingar í handbolta, mun trúlega ekki spila meira í vetur en hann fótbrotnaði þegar hann rann í hálku við að safna jólatrjám fyrir Mosfellsbæ, sem er árleg fjáröflun handboltadeildarinnar. Hann heyrði löppina brotna þegar hann lenti. Fór í aðgerð á mánudag sem heppnaðist vel. „Ef maður horfir á stóru myndina þá eru 12 vikur ekki langur tími en akkúrat núna, þegar ég ligg uppi í sófa, þá er ég auðvitað hundfúll,“ segir Elvar Ásgeirsson, leikmaður Aftureldingar í handbolta, en hann varð fyrir því óláni að fótbrotna í árlegri fjáröflun deildarinnar, að safna saman jólatrjám Mosfellinga. Litlar líkur eru á því að Elvar nái að klína á sig harpixi það sem eftir er tímabilsins en hann er þó ekki alveg búinn að gefa upp alla von. „Eins og staðan er í dag er ég ekki að horfa á þetta tímabil en ef liðsfélagar mínir fara alla leið þá er Íslandsmótið að klárast um miðjan maí.“ Elvar fór í aðgerð á mánudag sem heppnaðist vel enda þótt brotið hafi verið ljótt var það hreint og ökklinn slapp. Þeir sem hafa séð um hann segja að ef hann passi sig eigi beinið að gróa vel og verða jafn sterkt á ný – sem hann segir að sé ákveðinn léttir.Vísir/Vilhelm„Það var flughált þegar við vorum að tína upp trén og ég var í smá halla og ætlaði að láta mig renna á báðum fótum að bílnum sem við vorum á og stoppa mig þannig af. Ég rann löturhægt áfram en missti skyndilega fótanna og fann að ég var að detta á hnakkann. Ég ætlaði eitthvað að reyna að bjarga mér og setja vinstri löppina undir mig en hún krumpast og beyglast og ég dett á hana þannig að ég heyri hana brotna.“ Meiðsli Elvars eru mikið áfall fyrir lið Aftureldingar en Elvar er algjör lykilleikmaður í liðinu og er næstmarkahæsti leikmaður liðsins á þessu tímabili með 69 mörk í 13 leikjum. „Ég var að spila vel í desember fannst mér. En þetta er eitthvað sem gerðist og nú þarf ég að vera sterkur andlega. Ég er ekkert kornungur en ég á langan feril fyrir höndum,“ segir hann. Þótt áfallið sé stórt sér Elvar ljós í myrkrinu og horfir meðal annars til landsliðsmarkvarðarins í fótbolta, Hannesar Halldórssonar, sem meiddist skömmu fyrir Evrópumótið en kom til baka sterkari en áður. „Ég tek Hannes klárlega mér til fyrirmyndar og ætla að mæta bæði helskafinn og tilbúinn um leið og ég get.“
Olís-deild karla Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira