Öllu ódýrari er Citroën C3 Aircross, enda talsvert minni bíll þar á ferð. Verð hans er 2.990.000 kr. Þar fer bíll með mikla veghæð, Grip Control spólvörn og brekkuaðstoð. Ökumaður situr hátt í bílnum og hefur góða sýn fram á veginn í þessum sportjeppa. Bíllinn er rúmgóður með breiðum og þægilegum sætum, hátt er til lofts og gott fótapláss.
Farangursrými bílsins er það stærsta í þessum flokki bíla eða 410 lítrar og að auki eru aftursætin á sleða svo auðvelt er að stækka farangursýmið enn meira. Frumsýning á þessum bílum eru á morgun, laugardag milli kl. 12 og 16 í sýningarsal Brimborgar að Bíldshöfða og við Tryggvabraut 5 á Akureyri.
