Hvernig næ ég að standa við áramótaheitin? Edda Björk Þórðardóttir skrifar 11. janúar 2018 09:15 Edda Björk Þórðardóttir er doktor í lýðheilsuvísindum. Lesendum Vísis og Fréttablaðsins gefst kostur á því að senda sérfræðingum spurningar tengdar heilsu og lífsstíl á netfangið heilsanokkar@frettabladid.is. Í hverri viku birtast svör við völdum spurningum í Fréttablaðinu og hér á Vísi. Spurning: Hvernig næ ég að standa við áramótaheitin?Svar: Þessa dagana fara mörg okkar yfir nýliðið ár og velta fyrir sér hvað það er sem við viljum bæta og hverju við viljum breyta í lífi okkar. Fyrsta skrefið til að strengja áramótaheit er að skilgreina hvers vegna markmiðið er mikilvægt og hver hvatningin að baki því er. Hvaða áhrif hefur það á líf þitt að ná því? Við aukum líkur á að ná markmiðum okkar ef þau eru afmörkuð frekar en almenn og einnig ef þau eru mælanleg. Þannig getur verið gott að ákveða dagsetningar (t.d. „mæta í boltann á miðvikudögum kl. 19“ frekar en „hreyfa mig meira“) eða magnbinda markmiðið. Markmiðið ætti að hafa skýran tímaramma (sérstaklega hvenær því lýkur svo hægt sé að fagna!) en vel getur reynst að hugsa um það í litlum áföngum. Hvað þarf að framkvæma næst til að markmiðið náist? Mundu að hvert lítið skref er áfangi og þakkaðu fyrir hvern áfanga sem næst. Gott er að hafa markmiðið skriflegt en mikilvægt að orða það á jákvæðan hátt. Markmiðið þarf að vera raunhæft og viðráðanlegt. Óraunhæf markmið leiða fljótt til neikvæðra tilfinninga og sjálfsniðurrifs yfir því að standast ekki væntingar. Endurskoðaðu markmiðið reglulega og breyttu því eða aðlagaðu ef þarf. Lífið er stutt og gott að velta fyrir sér hvað það er sem veitir þér orku og hamingju þegar hugað er að markmiðasetningu. Væri gott að taka frá fastan tíma fyrir gæðastundir með vinum? Eða að sinna betur þinni ástríðu, hver sem hún kann að vera? Algengustu áramótaheitin snúa að mataræði og bættu formi, en gott er að hafa að leiðarljósi það sem skiptir þig mestu máli í lífinu. Heilsa Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Lesendum Vísis og Fréttablaðsins gefst kostur á því að senda sérfræðingum spurningar tengdar heilsu og lífsstíl á netfangið heilsanokkar@frettabladid.is. Í hverri viku birtast svör við völdum spurningum í Fréttablaðinu og hér á Vísi. Spurning: Hvernig næ ég að standa við áramótaheitin?Svar: Þessa dagana fara mörg okkar yfir nýliðið ár og velta fyrir sér hvað það er sem við viljum bæta og hverju við viljum breyta í lífi okkar. Fyrsta skrefið til að strengja áramótaheit er að skilgreina hvers vegna markmiðið er mikilvægt og hver hvatningin að baki því er. Hvaða áhrif hefur það á líf þitt að ná því? Við aukum líkur á að ná markmiðum okkar ef þau eru afmörkuð frekar en almenn og einnig ef þau eru mælanleg. Þannig getur verið gott að ákveða dagsetningar (t.d. „mæta í boltann á miðvikudögum kl. 19“ frekar en „hreyfa mig meira“) eða magnbinda markmiðið. Markmiðið ætti að hafa skýran tímaramma (sérstaklega hvenær því lýkur svo hægt sé að fagna!) en vel getur reynst að hugsa um það í litlum áföngum. Hvað þarf að framkvæma næst til að markmiðið náist? Mundu að hvert lítið skref er áfangi og þakkaðu fyrir hvern áfanga sem næst. Gott er að hafa markmiðið skriflegt en mikilvægt að orða það á jákvæðan hátt. Markmiðið þarf að vera raunhæft og viðráðanlegt. Óraunhæf markmið leiða fljótt til neikvæðra tilfinninga og sjálfsniðurrifs yfir því að standast ekki væntingar. Endurskoðaðu markmiðið reglulega og breyttu því eða aðlagaðu ef þarf. Lífið er stutt og gott að velta fyrir sér hvað það er sem veitir þér orku og hamingju þegar hugað er að markmiðasetningu. Væri gott að taka frá fastan tíma fyrir gæðastundir með vinum? Eða að sinna betur þinni ástríðu, hver sem hún kann að vera? Algengustu áramótaheitin snúa að mataræði og bættu formi, en gott er að hafa að leiðarljósi það sem skiptir þig mestu máli í lífinu.
Heilsa Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira