Faglegt ábyrgðarleysi Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 13. janúar 2018 07:00 Þrætan um matsnefndir og dómaraembætti tekur engan enda. Heilu jólaboðin fóru á hliðina í rifrildi um hvort það hefði verið guðleg forsjón að hæfisnefnd teldi að það væru akkúrat 15 einstaklingar hæfir í 15 stöður eða auðsætt plott til að hindra að ráðherra og Alþingi hefðu svigrúm til að velja úr hópi hæfra umsækjenda. Við fáum aldrei að vita svarið, en dómaramálið er hluti af stærra máli. Spurningin er þessi: Hversu langt á að ganga í að aðskilja ákvörðunarvald annars vegar og ábyrgð á ákvörðunum hins vegar? Hæfisnefndir og aðrar nefndir ýmiss konar eru vissulega mikilvægar. En hvernig standa allar þessar nefndir okkur borgurunum skil á gerðum sínum? Vanalega er í þessum nefndum fólk sem almenningur þekkir ekki, með undantekningum þó. Þau sækja ekki umboð sitt til okkar og bera ekki beina ábyrgð gagnvart okkur. En hvaðan kemur sú hugmynd að fólk í nefndum sé einhvern veginn af náttúrunnar hendi óháðara, faglegra, heiðarlegra og betra en annað fólk, vinni einungis að almannahagsmunum, láti persónulegar skoðanir lönd og leið, hirði aldrei um vina- eða ættartengsl eða persónulegan ávinning? Og er það kannski þannig að um leið og almenningur hefur kosið fólk til ábyrgðar verða þeir einstaklingar óhæfir til að taka ákvarðanir og við færum allt vald frá þeim til „óháðra“ nefnda sem takmarkaða ábyrgð bera? Þessu tengt. Það er áhugavert að fylgjast með deilu setts dómsmálaráðherra og frambjóðanda Viðreisnar til Alþingis sem er jafnframt formaður nefndar um hæfi dómaraefna. Skyldu pólitískar skoðanir formannsins hafa eitthvað að gera með skeytasendingar hans, eða eru þetta allt eintóm faglegheit? Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun
Þrætan um matsnefndir og dómaraembætti tekur engan enda. Heilu jólaboðin fóru á hliðina í rifrildi um hvort það hefði verið guðleg forsjón að hæfisnefnd teldi að það væru akkúrat 15 einstaklingar hæfir í 15 stöður eða auðsætt plott til að hindra að ráðherra og Alþingi hefðu svigrúm til að velja úr hópi hæfra umsækjenda. Við fáum aldrei að vita svarið, en dómaramálið er hluti af stærra máli. Spurningin er þessi: Hversu langt á að ganga í að aðskilja ákvörðunarvald annars vegar og ábyrgð á ákvörðunum hins vegar? Hæfisnefndir og aðrar nefndir ýmiss konar eru vissulega mikilvægar. En hvernig standa allar þessar nefndir okkur borgurunum skil á gerðum sínum? Vanalega er í þessum nefndum fólk sem almenningur þekkir ekki, með undantekningum þó. Þau sækja ekki umboð sitt til okkar og bera ekki beina ábyrgð gagnvart okkur. En hvaðan kemur sú hugmynd að fólk í nefndum sé einhvern veginn af náttúrunnar hendi óháðara, faglegra, heiðarlegra og betra en annað fólk, vinni einungis að almannahagsmunum, láti persónulegar skoðanir lönd og leið, hirði aldrei um vina- eða ættartengsl eða persónulegan ávinning? Og er það kannski þannig að um leið og almenningur hefur kosið fólk til ábyrgðar verða þeir einstaklingar óhæfir til að taka ákvarðanir og við færum allt vald frá þeim til „óháðra“ nefnda sem takmarkaða ábyrgð bera? Þessu tengt. Það er áhugavert að fylgjast með deilu setts dómsmálaráðherra og frambjóðanda Viðreisnar til Alþingis sem er jafnframt formaður nefndar um hæfi dómaraefna. Skyldu pólitískar skoðanir formannsins hafa eitthvað að gera með skeytasendingar hans, eða eru þetta allt eintóm faglegheit? Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun