Á myndskeiðum sem birt hafa verið á samfélagsmiðlum má sjá hvernig mótmælendur hlupu um verslanir H&M og gengu berserksgang.
Mótmælin eru tilkomin eftir að verslunin auglýsti nýja peysu til sölu en í auglýsingunni má sjá þeldökkan ungan dreng í hettupeysu með áletruninni „svalasti apinn í frumskóginum“ (Coolest monkey in the jungle).
Var auglýsingin harðlega gagnrýnd og hefur H&M beðist afsökunar á henni auk þess sem peysan hefur verið tekin úr sölu.