Í Bandaríkjunum kostar Panamera bíllinn 90.900 dollara, BMW 640i 89.195 dollara, en Kia Stinger GT 41.250 dollara, eða minna en helminginn af hinum tveimur. Í prufunum á þessum bílum kom BMW 640i Gran Coupe M Sport talsvert verst út og tapa fyrir hinum tveimur á öllum sviðum, en Kia Stinger GT og Porsche Panamera bílarnir skiptu á milli sín sigrunum í hinum ýmsu prófunum á bílunum. Alls ekki slæmt fyrir bíl sem kost minna en helminginn af hinum tveimur.
Í myndskeiðinu hér að neðan má sjá þennan samanburð bílanna þriggja.