Gott ár fyrir sálina Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 2. janúar 2018 07:00 Ég er aldeilis upp með mér að fá að árna þér heilla svona í fyrsta blaði ársins. Þannig að: Gleðilegt ár. En hvað þýðir þetta svo sem, er þetta ekki bara klisja? Nei, ég vil að þetta verði gott ár hjá þér. En hvað þýðir það? Er það gott ár þegar maður þénar mikið, nær sér í yngri og fallegri konu eða karl, öll uppáhaldsliðin manns vinna, eða hvað? Örugglega ekki. Allavega gæti allt þetta gerst á hræðilegu ári. Til að flækja málin enn frekar á minningin það til að gera öll ár góð sama hversu skelfilega manni leið meðan þau voru að líða. Mér er til dæmis minnisstætt þegar ég var unglingur, þá ákvað ég einn sunnudaginn að á diskótekinu komandi föstudag skyldi ég taka stelpuna á löpp sem svo mjög hafði haldið fyrir mér vöku með erótískri útgeislun sinni. Strax á mánudeginum var ég farinn að skjálfa í hnjánum. Og á fimmtudeginum var ég ekki mönnum, og enn síður kvenmönnum, sinnandi. Hins vegar vaknaði ég brattur á föstudeginum uns mér varð litið í spegilinn en þá blasti við mér svo stór bóla á nefinu að pabbi var helst á því að ég yrði að sækja um nafnskírteini fyrir hana. Ég fór meðfram veggjum á diskótekinu en stúlkan fór með himinskautum ásamt einhverjum barnsbossanum. Alla þá helgi var ég helst á því að heimurinn mætti farast en í minningunni er þetta nú orðið voðalega skemmtilegt. Þannig að ég ætla bara að óska þess að árið verði gott fyrir sálina þína. Og hvað er sál? Jú, þetta sem þú svíkur þegar þú hatar og bænheyrir þegar þú elskar. Já, megi árið vera gott fyrir hana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun
Ég er aldeilis upp með mér að fá að árna þér heilla svona í fyrsta blaði ársins. Þannig að: Gleðilegt ár. En hvað þýðir þetta svo sem, er þetta ekki bara klisja? Nei, ég vil að þetta verði gott ár hjá þér. En hvað þýðir það? Er það gott ár þegar maður þénar mikið, nær sér í yngri og fallegri konu eða karl, öll uppáhaldsliðin manns vinna, eða hvað? Örugglega ekki. Allavega gæti allt þetta gerst á hræðilegu ári. Til að flækja málin enn frekar á minningin það til að gera öll ár góð sama hversu skelfilega manni leið meðan þau voru að líða. Mér er til dæmis minnisstætt þegar ég var unglingur, þá ákvað ég einn sunnudaginn að á diskótekinu komandi föstudag skyldi ég taka stelpuna á löpp sem svo mjög hafði haldið fyrir mér vöku með erótískri útgeislun sinni. Strax á mánudeginum var ég farinn að skjálfa í hnjánum. Og á fimmtudeginum var ég ekki mönnum, og enn síður kvenmönnum, sinnandi. Hins vegar vaknaði ég brattur á föstudeginum uns mér varð litið í spegilinn en þá blasti við mér svo stór bóla á nefinu að pabbi var helst á því að ég yrði að sækja um nafnskírteini fyrir hana. Ég fór meðfram veggjum á diskótekinu en stúlkan fór með himinskautum ásamt einhverjum barnsbossanum. Alla þá helgi var ég helst á því að heimurinn mætti farast en í minningunni er þetta nú orðið voðalega skemmtilegt. Þannig að ég ætla bara að óska þess að árið verði gott fyrir sálina þína. Og hvað er sál? Jú, þetta sem þú svíkur þegar þú hatar og bænheyrir þegar þú elskar. Já, megi árið vera gott fyrir hana.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun