Milljón rafmagnsbílar seldir í fyrra Finnur Thorlacius skrifar 2. janúar 2018 09:40 Nissan Leaf er söluhæsti rafmagnsbíll heims. worldcarfans Árið 2017 seldust ríflega 1 milljón rafmagns- og tengiltvinnbílar í heiminum og eru slíkir bílar nú um 3,3 milljón talsins. Á þessu ári er búist við miklum vexti í sölu slíkra bíla, eða á bilinu 50-100% og að við lok þessa árs verði yfir 5 milljónir rafmagns- eða tengiltvinnbílar á götum heimsins. Er þá gert ráð fyrir að 1,7-2,0 milljón slíkir bílar seljist í ár. Rétt um 80 milljón bílar seldust í heiminum á síðasta ári og má búast við lítilsháttar aukningu í ár. Sala rafmagns- og tengiltvinnbíla gæti því numið yfir 2% af heildarsölunni á þessu ári, en var um 1,25% á nýliðnu ári. Flestir rafmagnsbílar seljast í Kína, en næststærsta einstaka landið í sölu þannig bíla er Bandaríkin og þar á eftir koma Japan og Noregur. Söluhæsta einstaka bílgerðin er Nissan Leaf.Sala rafmagnsbíla fer hratt vaxandiworldcarfans Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent „Þetta skilgreinir þorpið“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent
Árið 2017 seldust ríflega 1 milljón rafmagns- og tengiltvinnbílar í heiminum og eru slíkir bílar nú um 3,3 milljón talsins. Á þessu ári er búist við miklum vexti í sölu slíkra bíla, eða á bilinu 50-100% og að við lok þessa árs verði yfir 5 milljónir rafmagns- eða tengiltvinnbílar á götum heimsins. Er þá gert ráð fyrir að 1,7-2,0 milljón slíkir bílar seljist í ár. Rétt um 80 milljón bílar seldust í heiminum á síðasta ári og má búast við lítilsháttar aukningu í ár. Sala rafmagns- og tengiltvinnbíla gæti því numið yfir 2% af heildarsölunni á þessu ári, en var um 1,25% á nýliðnu ári. Flestir rafmagnsbílar seljast í Kína, en næststærsta einstaka landið í sölu þannig bíla er Bandaríkin og þar á eftir koma Japan og Noregur. Söluhæsta einstaka bílgerðin er Nissan Leaf.Sala rafmagnsbíla fer hratt vaxandiworldcarfans
Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent „Þetta skilgreinir þorpið“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent