Milljón rafmagnsbílar seldir í fyrra Finnur Thorlacius skrifar 2. janúar 2018 09:40 Nissan Leaf er söluhæsti rafmagnsbíll heims. worldcarfans Árið 2017 seldust ríflega 1 milljón rafmagns- og tengiltvinnbílar í heiminum og eru slíkir bílar nú um 3,3 milljón talsins. Á þessu ári er búist við miklum vexti í sölu slíkra bíla, eða á bilinu 50-100% og að við lok þessa árs verði yfir 5 milljónir rafmagns- eða tengiltvinnbílar á götum heimsins. Er þá gert ráð fyrir að 1,7-2,0 milljón slíkir bílar seljist í ár. Rétt um 80 milljón bílar seldust í heiminum á síðasta ári og má búast við lítilsháttar aukningu í ár. Sala rafmagns- og tengiltvinnbíla gæti því numið yfir 2% af heildarsölunni á þessu ári, en var um 1,25% á nýliðnu ári. Flestir rafmagnsbílar seljast í Kína, en næststærsta einstaka landið í sölu þannig bíla er Bandaríkin og þar á eftir koma Japan og Noregur. Söluhæsta einstaka bílgerðin er Nissan Leaf.Sala rafmagnsbíla fer hratt vaxandiworldcarfans Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent
Árið 2017 seldust ríflega 1 milljón rafmagns- og tengiltvinnbílar í heiminum og eru slíkir bílar nú um 3,3 milljón talsins. Á þessu ári er búist við miklum vexti í sölu slíkra bíla, eða á bilinu 50-100% og að við lok þessa árs verði yfir 5 milljónir rafmagns- eða tengiltvinnbílar á götum heimsins. Er þá gert ráð fyrir að 1,7-2,0 milljón slíkir bílar seljist í ár. Rétt um 80 milljón bílar seldust í heiminum á síðasta ári og má búast við lítilsháttar aukningu í ár. Sala rafmagns- og tengiltvinnbíla gæti því numið yfir 2% af heildarsölunni á þessu ári, en var um 1,25% á nýliðnu ári. Flestir rafmagnsbílar seljast í Kína, en næststærsta einstaka landið í sölu þannig bíla er Bandaríkin og þar á eftir koma Japan og Noregur. Söluhæsta einstaka bílgerðin er Nissan Leaf.Sala rafmagnsbíla fer hratt vaxandiworldcarfans
Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent