1.400 bílar brunnu í bílastæðahúsi í Liverpool Finnur Thorlacius skrifar 3. janúar 2018 09:48 Allir bílar sem í bílastæðahúsinu voru brunnu til kaldra kola. Jalopnik Á gamlársdag fuðruðu 1.400 bílar upp í miklu eldhafi í 7 hæða bílastæðahúsi í Liverpool í Englandi. Talið er að eldurinn hafi breiðst út frá Land Rover bíl og að í honum hafi kviknað eftir að eigandi hans yfirgaf bílinn. Enginn meiddist í þessum mikla bruna en slökkviliðsmönnum reyndist afar örðugt að slökkva þetta mikla eldhaf. Mikill hiti myndaðist í bílastæðahúsinu og hætta er talin á því að húsið geti hrunið, þó svo það standi enn. Bílastæðahúsið stendur nærri Liverpool International Horse show og voru margir eigendur þessara fjölmörgu bíla sem brunnu að horfa á hestasýningu þegar eldhafið blossaði upp. Slökkviliðið í Liverpool þurfti aðstoð frá kollegum sínum í Manchester til að ráða niðurlögum eldsins. Íbúum í nærliggjandi húsum var gert að yfirgefa hús sín og var sett upp fjöldahjálparstöð til að hýsa þá. Gríðarlegt tjón varð af þessum mikla bruna og ef gert er ráð fyrir að hver bíll sem þarna brann hafi verið að andvirði 3 milljóna að meðaltali, er eingöngu bílatjónið 4,2 milljarðar króna. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent
Á gamlársdag fuðruðu 1.400 bílar upp í miklu eldhafi í 7 hæða bílastæðahúsi í Liverpool í Englandi. Talið er að eldurinn hafi breiðst út frá Land Rover bíl og að í honum hafi kviknað eftir að eigandi hans yfirgaf bílinn. Enginn meiddist í þessum mikla bruna en slökkviliðsmönnum reyndist afar örðugt að slökkva þetta mikla eldhaf. Mikill hiti myndaðist í bílastæðahúsinu og hætta er talin á því að húsið geti hrunið, þó svo það standi enn. Bílastæðahúsið stendur nærri Liverpool International Horse show og voru margir eigendur þessara fjölmörgu bíla sem brunnu að horfa á hestasýningu þegar eldhafið blossaði upp. Slökkviliðið í Liverpool þurfti aðstoð frá kollegum sínum í Manchester til að ráða niðurlögum eldsins. Íbúum í nærliggjandi húsum var gert að yfirgefa hús sín og var sett upp fjöldahjálparstöð til að hýsa þá. Gríðarlegt tjón varð af þessum mikla bruna og ef gert er ráð fyrir að hver bíll sem þarna brann hafi verið að andvirði 3 milljóna að meðaltali, er eingöngu bílatjónið 4,2 milljarðar króna.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent