Formúla 1 á Nürburgring 2019? Finnur Thorlacius skrifar 4. janúar 2018 15:18 Frá ræsingu í Formúlu 1 keppni á Nürburgring brautinni árið 2011. Svo gæti farið að þýska Nürburgring akstusbrautin verði aftur keppnisbraut í Formúlu 1 á næsta ári. Síðast var keppt á þessari frægu braut í Formúlu 1 árið 2013 en fjárhagsvandræði og tíðar eigendabreytingar á brautinni hafa komið í veg fyrir að keppt hafi verið á henni síðan þá. Framkvæmdastjóri Nürburgring brautarinnar, Mirco Markfort hefur verið í viðræðum við forráðamenn Formúlu 1 mótaraðarinnar um að efna til keppni á brautinni strax á næsta ári og hefur það víst verið æðsta markmið Markfort frá því hann tók yfir. Mikil samkeppni ríkir um að fá að halda hinar einstöku keppnir í Formúlu 1 og hefur stjórnendum mótaraðarinnar borist 40 umsóknir fyrir næstu mótaröð. Það er því ekki hlaupið að því að fá að halda keppni, en það hlýtur að hjálpa málstaðnum að Nürburgring brautin er ein frægasta keppnisbraut heims. Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent „Þetta skilgreinir þorpið“ Innlent
Svo gæti farið að þýska Nürburgring akstusbrautin verði aftur keppnisbraut í Formúlu 1 á næsta ári. Síðast var keppt á þessari frægu braut í Formúlu 1 árið 2013 en fjárhagsvandræði og tíðar eigendabreytingar á brautinni hafa komið í veg fyrir að keppt hafi verið á henni síðan þá. Framkvæmdastjóri Nürburgring brautarinnar, Mirco Markfort hefur verið í viðræðum við forráðamenn Formúlu 1 mótaraðarinnar um að efna til keppni á brautinni strax á næsta ári og hefur það víst verið æðsta markmið Markfort frá því hann tók yfir. Mikil samkeppni ríkir um að fá að halda hinar einstöku keppnir í Formúlu 1 og hefur stjórnendum mótaraðarinnar borist 40 umsóknir fyrir næstu mótaröð. Það er því ekki hlaupið að því að fá að halda keppni, en það hlýtur að hjálpa málstaðnum að Nürburgring brautin er ein frægasta keppnisbraut heims.
Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent „Þetta skilgreinir þorpið“ Innlent