Fótbolti

„Dybala er ekki sóknarmaður“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Paulo Dybala skorar mikið þrátt fyrir að geta ekki verið sóknarmaður
Paulo Dybala skorar mikið þrátt fyrir að geta ekki verið sóknarmaður visir/epa
Paulo Dybala getur ekki spilað sem sóknarmaður að mati knattspyrnustjóra hans. Dybala þurfti að spila sem sóknarmaður í bikarleik Juventus gegn Torino, en leit ekki vel út að mati Max Allegri, stjóra Juventus.

„Ég hef sagt það frá fyrsta degi að Paulo er ekki leikmaður sem getur verið sóknarmaður í stóru liði,“ sagði Allegri.

„Hann gat verið sóknarmaður hjá Palermo, því liðið spilaði 50 metra frá marki, en Juventus spilar 20 metra frá marki og í þeirri stöðu getur Paulo ekki verið sóknarmaður. Allar hans bestu frammistöður og mörk koma þegar hann kemur inn úr djúpinu.“

Dybala er eftirsóttur og hefur meðal annars verið orðaður við Manchester Untied og Real Madrid, en hann hefur skorað 17 mörk í 27 leikjum í öllum keppnum fyrir Juventus á tímabilinu.

Allegri segir að Juventus muni þurfa 96 stig til þess að vinna meistaratitilinn á Ítalíu, en þegar mótið er hálfnað er Napólí með 48 stig á toppnum og Juventus í öðru sæti með 47 stig.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×