Pallbíll Tesla stærri en Ford F-150 Finnur Thorlacius skrifar 9. janúar 2018 14:15 Þessi mynd er aðeins ágiskun um hvernig nýr pallbíll frá Tesla gæti litið út. Elon Musk forstjóri og stærsti eigandi rafbílaframleiðandans Tesla segir að næsti framleiðslubíll á eftir Model Y jepplingnum verði pallbíllinn Model U. Hann á sannarlega ekki að verða nein písl því fullyrt er að hann verði stærri en söluhæsti bíll Bandaríkjanna síðustu áratugi, Ford F-150. Model Y á að koma árið 2019 og því má allt eins búast við að Model U pallbíllinn sjái ekki dagsljósið fyrr en árið 2021. Bandaríkjamenn er einkar hungraðir í pallbíla um þessar mundir og bara Ford F-150 pallbíllinn seldist í 820.799 eintökum í fyrra. Það er því ekki skrítið að Elon Musk hafi hug á því að bíta aðeins í þá stóru köku. Miðað við hversu illa gengur að framleiða allra nýjustu bílgerðina Tesla Model 3 gæti orðið biðin langa eftir pallbíl frá Tesla. Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent
Elon Musk forstjóri og stærsti eigandi rafbílaframleiðandans Tesla segir að næsti framleiðslubíll á eftir Model Y jepplingnum verði pallbíllinn Model U. Hann á sannarlega ekki að verða nein písl því fullyrt er að hann verði stærri en söluhæsti bíll Bandaríkjanna síðustu áratugi, Ford F-150. Model Y á að koma árið 2019 og því má allt eins búast við að Model U pallbíllinn sjái ekki dagsljósið fyrr en árið 2021. Bandaríkjamenn er einkar hungraðir í pallbíla um þessar mundir og bara Ford F-150 pallbíllinn seldist í 820.799 eintökum í fyrra. Það er því ekki skrítið að Elon Musk hafi hug á því að bíta aðeins í þá stóru köku. Miðað við hversu illa gengur að framleiða allra nýjustu bílgerðina Tesla Model 3 gæti orðið biðin langa eftir pallbíl frá Tesla.
Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent