Volkswagen yfir 6 milljón bíla markið Finnur Thorlacius skrifar 9. janúar 2018 15:30 Volkswagen Golf er táknmynd þýska framleiðandans, líkt og Bjallan var fyrr. Volkswagen Group bílasamstæðan framleiðir yfir 10 milljón bíla á ári og þar af á Volkswagen merkið eitt yfir 6 milljónir af þeim en það takmark náðist rétt fyrir áramótin. Til að átta sig á hve Volkswagen er stórt fyrirtæki þá eru bílar þess framleiddir í 50 verksmiðjum í 14 löndum um heim allan og hjá fyrirtækinu störfuðu 626.715 manns við lok síðasta árs. Volkswagen hefur frá upphafi framleitt 150 milljón bíla og eiga Bjallan og Golf stóran skerf í þeirri sölu, en á seinni árum hefur Polo stækkað hlutdeild sína í sölu Volkswagen bíla. Á næsta ári má búast við að sjá nýjar gerðir Volkswagen bíla eiga vænan skerf í heildarsölunni, bíla eins og T-Roc, Arteon og Atlas. Áherslur í framleiðslu Volkswagen bíla breyttust mjög við uppgötvun dísilvélasvindls Volkswagen fyrir ríflega tveimur árum síðan og hefur hún breyst í átt til rafmagns- og tengiltvinnbíla og ætlar Volkswagen að selja 1 milljón bíla á ári án hefðbundinnar brunavélar við miðjan næsta áratug. Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent
Volkswagen Group bílasamstæðan framleiðir yfir 10 milljón bíla á ári og þar af á Volkswagen merkið eitt yfir 6 milljónir af þeim en það takmark náðist rétt fyrir áramótin. Til að átta sig á hve Volkswagen er stórt fyrirtæki þá eru bílar þess framleiddir í 50 verksmiðjum í 14 löndum um heim allan og hjá fyrirtækinu störfuðu 626.715 manns við lok síðasta árs. Volkswagen hefur frá upphafi framleitt 150 milljón bíla og eiga Bjallan og Golf stóran skerf í þeirri sölu, en á seinni árum hefur Polo stækkað hlutdeild sína í sölu Volkswagen bíla. Á næsta ári má búast við að sjá nýjar gerðir Volkswagen bíla eiga vænan skerf í heildarsölunni, bíla eins og T-Roc, Arteon og Atlas. Áherslur í framleiðslu Volkswagen bíla breyttust mjög við uppgötvun dísilvélasvindls Volkswagen fyrir ríflega tveimur árum síðan og hefur hún breyst í átt til rafmagns- og tengiltvinnbíla og ætlar Volkswagen að selja 1 milljón bíla á ári án hefðbundinnar brunavélar við miðjan næsta áratug.
Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent