Hvert fór hún? Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. desember 2017 07:00 Pakkar glitra undir jólatrénu. Rjúpur krauma á pönnunni. Í dag er glatt í döprum hjörtum ómar í útvarpinu. Tár trítlar niður kinnina á pabba, honum finnst lagið svo fallegt. Fjögur kerti loga á skenknum. Jólin. Já, jólin. Þau voru einu sinni svo mystísk, svo ósnertanleg og svo brjálæðislega mikið tilhlökkunarefni að manni kom vart dúr á auga í desember. Jólaföndur, jólalög, jólaleikrit og jólaböll héldu manni við efnið í skólanum og heima taldi maður niður mínúturnar. Ein jólin kastaði Steina systir mín upp við matarborðið. Hún var ekki veik. Það var æsingurinn sem bar hana ofurliði í augnablik, fiðrildunum varð ólíft í maganum. Steina hlakkaði bara svo ótrúlega mikið til. Nú nálgast jólin hins vegar með slíkum ógnarhraða að það er eiginlega kvíðvænlegt. Hvað gerðist eiginlega með hana, tilhlökkunina? Hvenær dró hún sig í hlé? Hvenær vék hún fyrir öðrum og íþyngjandi tilfinningum í aðdraganda heilagra, ljósaskreyttra og ilmandi jóla? Ég er með nokkrar tilgátur. Kannski varð hún viðskila við okkur í mannþrönginni í Smáralind, einhvern tímann þegar jólagjafakapphlaupið stóð sem hæst. Það getur líka verið að við höfum glutrað henni niður í próflestri fram eftir aðventu og á aukavöktum í vinnunni. Og ætli hún hafi ekki yfirgefið okkur endanlega við jólahreingerninguna, og þegar við athuguðum svo stöðuna á bankareikningnum á Þorláksmessu. En svo koma þau auðvitað alltaf á endanum, jólin, og það eru meira að segja fjórir heilir dagar til stefnu. Tilhlökkunin getur enn hreiðrað um sig í brjóstum okkar. Það þarf bara að passa að hleypa henni þangað inn. Gleðilega hátíð. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Ólafsdóttir Mest lesið Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun
Pakkar glitra undir jólatrénu. Rjúpur krauma á pönnunni. Í dag er glatt í döprum hjörtum ómar í útvarpinu. Tár trítlar niður kinnina á pabba, honum finnst lagið svo fallegt. Fjögur kerti loga á skenknum. Jólin. Já, jólin. Þau voru einu sinni svo mystísk, svo ósnertanleg og svo brjálæðislega mikið tilhlökkunarefni að manni kom vart dúr á auga í desember. Jólaföndur, jólalög, jólaleikrit og jólaböll héldu manni við efnið í skólanum og heima taldi maður niður mínúturnar. Ein jólin kastaði Steina systir mín upp við matarborðið. Hún var ekki veik. Það var æsingurinn sem bar hana ofurliði í augnablik, fiðrildunum varð ólíft í maganum. Steina hlakkaði bara svo ótrúlega mikið til. Nú nálgast jólin hins vegar með slíkum ógnarhraða að það er eiginlega kvíðvænlegt. Hvað gerðist eiginlega með hana, tilhlökkunina? Hvenær dró hún sig í hlé? Hvenær vék hún fyrir öðrum og íþyngjandi tilfinningum í aðdraganda heilagra, ljósaskreyttra og ilmandi jóla? Ég er með nokkrar tilgátur. Kannski varð hún viðskila við okkur í mannþrönginni í Smáralind, einhvern tímann þegar jólagjafakapphlaupið stóð sem hæst. Það getur líka verið að við höfum glutrað henni niður í próflestri fram eftir aðventu og á aukavöktum í vinnunni. Og ætli hún hafi ekki yfirgefið okkur endanlega við jólahreingerninguna, og þegar við athuguðum svo stöðuna á bankareikningnum á Þorláksmessu. En svo koma þau auðvitað alltaf á endanum, jólin, og það eru meira að segja fjórir heilir dagar til stefnu. Tilhlökkunin getur enn hreiðrað um sig í brjóstum okkar. Það þarf bara að passa að hleypa henni þangað inn. Gleðilega hátíð. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun