Feluleikur um janúarlandslið Benedikt Bóas skrifar 21. desember 2017 07:00 Handbolti er svo dásamlega skemmtileg íþrótt og nú þegar hann er kominn á Stöð 2 Sport fær hann verðskuldaða athygli. Handboltinn hefur verið að stíga út úr þeim skrýtna fasa sem hann var kominn í og er að nútímavæðast, þó enn sé langt í land. Þó eru leifar af gamla tímanum enn viðloðandi HSÍ. Á föstudag var lokahópurinn nefnilega valinn á Evrópumótið sem haldið verður í Króatíu í janúar. Og hvernig tilkynnti HSÍ hópinn? Jú, með því að senda tölvupóst. Klukkan 16.00. Þannig að þegar fólk gekk út í helgina þá voru ekkert allir sem vissu að hópurinn hefði verið kynntur. Engin umræða var um hópinn þar sem það var enginn blaðamannafundur og því birtu flestir fjölmiðlar bara hópinn og héldu svo áfram sínum störfum. Og hvað sagði landsliðsþjálfari um hópinn? Ekki neitt. Sama dag var nefnilega KSÍ að tilkynna hóp af mönnum sem fara til Indónesíu. Og hvernig gerðu þeir hlutina? Jú, með blaðamannafundi þar sem hægt var að ræða við landsliðsþjálfarann. Og hvenær var fundurinn? Hann var snemma þannig að allir vissu af honum. HSÍ kann ótrúlega lítið að spila á fjölmiðla og mér líður oft eins og sambandið hreinlega vilji ekki umfjöllun um sína íþrótt. Núna þegar handboltinn er kominn á Stöð 2 Sport, þá hefði verið einfaldasta mál í heimi að fá umfjöllun um hópinn því að með tilkomu þáttarins Seinni bylgjunnar er sófakartafla eins og ég farin að þekkja marga leikmenn. Og ég er ekki sammála vali landsliðsþjálfarans. Bara mjög langt frá því. En trúlega er orðið of seint að segja frá því. Hópurinn var jú valinn á föstudag. Sendur út með tölvupósti. Klukkan fjögur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Bóas Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun
Handbolti er svo dásamlega skemmtileg íþrótt og nú þegar hann er kominn á Stöð 2 Sport fær hann verðskuldaða athygli. Handboltinn hefur verið að stíga út úr þeim skrýtna fasa sem hann var kominn í og er að nútímavæðast, þó enn sé langt í land. Þó eru leifar af gamla tímanum enn viðloðandi HSÍ. Á föstudag var lokahópurinn nefnilega valinn á Evrópumótið sem haldið verður í Króatíu í janúar. Og hvernig tilkynnti HSÍ hópinn? Jú, með því að senda tölvupóst. Klukkan 16.00. Þannig að þegar fólk gekk út í helgina þá voru ekkert allir sem vissu að hópurinn hefði verið kynntur. Engin umræða var um hópinn þar sem það var enginn blaðamannafundur og því birtu flestir fjölmiðlar bara hópinn og héldu svo áfram sínum störfum. Og hvað sagði landsliðsþjálfari um hópinn? Ekki neitt. Sama dag var nefnilega KSÍ að tilkynna hóp af mönnum sem fara til Indónesíu. Og hvernig gerðu þeir hlutina? Jú, með blaðamannafundi þar sem hægt var að ræða við landsliðsþjálfarann. Og hvenær var fundurinn? Hann var snemma þannig að allir vissu af honum. HSÍ kann ótrúlega lítið að spila á fjölmiðla og mér líður oft eins og sambandið hreinlega vilji ekki umfjöllun um sína íþrótt. Núna þegar handboltinn er kominn á Stöð 2 Sport, þá hefði verið einfaldasta mál í heimi að fá umfjöllun um hópinn því að með tilkomu þáttarins Seinni bylgjunnar er sófakartafla eins og ég farin að þekkja marga leikmenn. Og ég er ekki sammála vali landsliðsþjálfarans. Bara mjög langt frá því. En trúlega er orðið of seint að segja frá því. Hópurinn var jú valinn á föstudag. Sendur út með tölvupósti. Klukkan fjögur.