Mercedes Benz selur í Agusta Finnur Thorlacius skrifar 20. desember 2017 16:07 Agusta AMG hjól og Mercedes Benz AMG bíll í bakgrunni. Mercedes Benz hefur selt öll hlutabréf sín í ítalska mótorhjólaframleiðandanum Agusta en Mercedes Benz átti fjórðungshlut í fyrirtækinu. Nú á eignarhaldsfélagið MV Agusta Holding Company öll bréfin í Agusta og er það að mestu í eigu rússneskra aðila. Agusta var stofnað árið 1945 en þurfti viðamikla endurreisn árið 1997 eftir mikil fjárhagsvandræði. Miklar eignasviptingar hafa verið á Agusta en fyrirtækið var keypt af Proton sem var í malasískri eigu og átti þá einnig breska sportbílaframleiðandann Lotus. Þá var Agusta selt til svissnesks fjármálafyrirtækis sem seldi Husquarna hluta Agusta til BMW. Á tímabili eignaðist Harley Davidson hluta í Agusta en seldi þann hlut skömmu síðar. Mercedes Benz keypti svo fjórðungshlut sinn árið 2014 og voru það talin viðbrögð við kaupum Audi á Ducati á þeim tíma. Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent
Mercedes Benz hefur selt öll hlutabréf sín í ítalska mótorhjólaframleiðandanum Agusta en Mercedes Benz átti fjórðungshlut í fyrirtækinu. Nú á eignarhaldsfélagið MV Agusta Holding Company öll bréfin í Agusta og er það að mestu í eigu rússneskra aðila. Agusta var stofnað árið 1945 en þurfti viðamikla endurreisn árið 1997 eftir mikil fjárhagsvandræði. Miklar eignasviptingar hafa verið á Agusta en fyrirtækið var keypt af Proton sem var í malasískri eigu og átti þá einnig breska sportbílaframleiðandann Lotus. Þá var Agusta selt til svissnesks fjármálafyrirtækis sem seldi Husquarna hluta Agusta til BMW. Á tímabili eignaðist Harley Davidson hluta í Agusta en seldi þann hlut skömmu síðar. Mercedes Benz keypti svo fjórðungshlut sinn árið 2014 og voru það talin viðbrögð við kaupum Audi á Ducati á þeim tíma.
Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent