Hvað orsakar svifryksmengun á veturna? Ragnhildur Guðrún Finnbjörnsdóttir skrifar 21. desember 2017 14:45 Ragnhildur Guðrún Finnbjörnsdóttir, umhverfis- og auðlindafræðingur og doktor í lýðheilsuvísindum. Lesendum Vísis og Fréttablaðsins gefst kostur á því að senda sérfræðingum spurningar tengdar heilsu og lífsstíl á netfangið heilsanokkar@frettabladid.is. Í hverri viku birtast svör við völdum spurningum í Fréttablaðinu og hér á Vísi. Spurning: Hvað orsakar svifryksmengun á veturna og er hún hættuleg? Svar: Þessi spurning á vel við núna þar sem svifryksmengun hefur aukist á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga. Gulbrún rykský við umferðaræðar má rekja til aukinnar svifryks- og köfnunarefnisdíoxíðsmengunar frá bílaumferð. Ákveðnar veðuraðstæður geta ýtt undir hærri styrk umferðartengdrar loftmengunar. Sem dæmi má nefna eru þurrir, kaldir vetrardagar með hægum vindi og hitastigi undir frostmarki kjöraðstæður fyrir aukna loftmengun. Mengunina má meðal annars rekja til þess að götunar eru saltaðar á veturna og nagladekkin tæta upp agnir úr malbikinu. Á slíkum dögum ná agnirnar á götunum að þyrlast upp með bílaumferðinni í nágrenni gatnanna en einnig safnast upp köfnunarefnisdíoxíð sem kemur til vegna bruna á dísilolíu. Þetta á sérstaklega við á þungum umferðartíma þegar fólk er á leið í og úr vinnu. Vegna lítils vinds feykjast efnin ekki í burtu heldur ná agnirnar að svífa um andrúmsloftið. Þannig getur styrkur loftmengunarefnanna orðið mikill. Hægt er að draga úr þessu með því að rykbinda göturnar en samkvæmt áætlun um loftgæði til næstu 12 ára sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur gefið út, er lagt til að götur landsins verði rykbundnar oftar. Rannsóknir hafa sýnt að bæði svifryk og köfnunarefnisdíoxíð getur haft slæm áhrif á heilsuna með því að auka á einkenni meðal einstaklinga sem þjást af hjarta-, æða- eða lungnasjúkdómum. Því er viðkvæmum einstaklingum með undirliggjandi sjúkdóma, auk barna og eldri einstaklinga, ráðlagt að forðast útiveru þegar loftmengun er mikil. Hægt er að fylgjast með loftgæðum í landinu á vef Umhverfisstofnunar, loftgæði.is. Heilsa Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið
Lesendum Vísis og Fréttablaðsins gefst kostur á því að senda sérfræðingum spurningar tengdar heilsu og lífsstíl á netfangið heilsanokkar@frettabladid.is. Í hverri viku birtast svör við völdum spurningum í Fréttablaðinu og hér á Vísi. Spurning: Hvað orsakar svifryksmengun á veturna og er hún hættuleg? Svar: Þessi spurning á vel við núna þar sem svifryksmengun hefur aukist á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga. Gulbrún rykský við umferðaræðar má rekja til aukinnar svifryks- og köfnunarefnisdíoxíðsmengunar frá bílaumferð. Ákveðnar veðuraðstæður geta ýtt undir hærri styrk umferðartengdrar loftmengunar. Sem dæmi má nefna eru þurrir, kaldir vetrardagar með hægum vindi og hitastigi undir frostmarki kjöraðstæður fyrir aukna loftmengun. Mengunina má meðal annars rekja til þess að götunar eru saltaðar á veturna og nagladekkin tæta upp agnir úr malbikinu. Á slíkum dögum ná agnirnar á götunum að þyrlast upp með bílaumferðinni í nágrenni gatnanna en einnig safnast upp köfnunarefnisdíoxíð sem kemur til vegna bruna á dísilolíu. Þetta á sérstaklega við á þungum umferðartíma þegar fólk er á leið í og úr vinnu. Vegna lítils vinds feykjast efnin ekki í burtu heldur ná agnirnar að svífa um andrúmsloftið. Þannig getur styrkur loftmengunarefnanna orðið mikill. Hægt er að draga úr þessu með því að rykbinda göturnar en samkvæmt áætlun um loftgæði til næstu 12 ára sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur gefið út, er lagt til að götur landsins verði rykbundnar oftar. Rannsóknir hafa sýnt að bæði svifryk og köfnunarefnisdíoxíð getur haft slæm áhrif á heilsuna með því að auka á einkenni meðal einstaklinga sem þjást af hjarta-, æða- eða lungnasjúkdómum. Því er viðkvæmum einstaklingum með undirliggjandi sjúkdóma, auk barna og eldri einstaklinga, ráðlagt að forðast útiveru þegar loftmengun er mikil. Hægt er að fylgjast með loftgæðum í landinu á vef Umhverfisstofnunar, loftgæði.is.
Heilsa Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög