Bugatti framleiddi aðeins 70 Chiron í ár Finnur Thorlacius skrifar 21. desember 2017 13:29 Bugatti Chiron er 1.500 hestafla tryllitæki sem kemst langt yfir 400 km hraða. Öflugasti fjöldaframleiddi bíll heimsins, hinn 1.500 hestafla Bugatti Chiron verður eingöngu framleiddur í 500 eintökum og í pöntunarlista Bugatti má nú sjá ríflega 300 pantanir á bílnum. Sumir þeirra þurfa þó að bíða í dágóðan tíma eftir því að bíll þeirra verður afhentur því frá því fyrsti bíllinn voru afhentur í mars síðastliðinn hafa einungis verið smíðaðir 70 bílar. Þeir eru þó samtals 105.000 hestöfl. Þessi fjöldi smíðaðra bíla er reyndar alveg á pari við áætlanir Bugatti. Því bíða rúmlega 230 kaupendur bílsins eftir því að fá bílinn í sínar hendur og það þýðir að verksmiðja Bugatti í Alsace í Frakklandi verður upptekin við smíði þessara 230 bíla í meira en 3 ár eingöngu til að uppfylla þær pantanir sem komnar eru. Bugatti ætti ekki að þurfa að hafa áhyggjur af því að selja ekki hin 200 eintökin af bílnum sem fyrirhugað er að smíða því þessar ríflega 300 pantanir sem í bílinn eru komnar skiluðu sér á innan við ári. Af þessum 300 pöntunum hafa 43% þeirra komið frá Evrópu, 26% frá N-Ameríku, 23% frá Miðausturlöndum og 8% frá öðrum löndum. Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent
Öflugasti fjöldaframleiddi bíll heimsins, hinn 1.500 hestafla Bugatti Chiron verður eingöngu framleiddur í 500 eintökum og í pöntunarlista Bugatti má nú sjá ríflega 300 pantanir á bílnum. Sumir þeirra þurfa þó að bíða í dágóðan tíma eftir því að bíll þeirra verður afhentur því frá því fyrsti bíllinn voru afhentur í mars síðastliðinn hafa einungis verið smíðaðir 70 bílar. Þeir eru þó samtals 105.000 hestöfl. Þessi fjöldi smíðaðra bíla er reyndar alveg á pari við áætlanir Bugatti. Því bíða rúmlega 230 kaupendur bílsins eftir því að fá bílinn í sínar hendur og það þýðir að verksmiðja Bugatti í Alsace í Frakklandi verður upptekin við smíði þessara 230 bíla í meira en 3 ár eingöngu til að uppfylla þær pantanir sem komnar eru. Bugatti ætti ekki að þurfa að hafa áhyggjur af því að selja ekki hin 200 eintökin af bílnum sem fyrirhugað er að smíða því þessar ríflega 300 pantanir sem í bílinn eru komnar skiluðu sér á innan við ári. Af þessum 300 pöntunum hafa 43% þeirra komið frá Evrópu, 26% frá N-Ameríku, 23% frá Miðausturlöndum og 8% frá öðrum löndum.
Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent