Knattspyrnustjóri Valencia lenti í einkar óheppilegu bílslysi í dag.
Spánverjinn Marcelino Garcia var að aka heim til sín til að halda jólin með fjölskyldu sinni þegar hann keyrði á villigrís á hraðbraut á Spáni.
Í yfirlýsingu frá félaginu segir að Marcelino hafi verið fluttur á sjúkrahús til skoðunnar, en sé útskrifaður heilu og höldnu.
Ekki kemur fram í yfirlýsingunni hvernig hafi farið fyrir grísnum sem villtist fyrir bíl Marcelino, en atvikið gæti komið í veg fyrir að stjórinn gæði sér á hamborgarsteik yfir hátíðarnar.
Stjóri Valencia keyrði á villigrís
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið




„Að lokum var það betra liðið sem vann“
Körfubolti


Tatum með slitna hásin
Körfubolti



Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta
Íslenski boltinn

Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz
Enski boltinn
Fleiri fréttir
