Það er þó ekki fyrr en Range Rover Evoque jeppi birtist sem tekst að sigrast á þessari risavöxnu hindrun. En til þess var einmitt allur leikurinn gerður. Forvitnilegt er að sjá hversu auðvelt Range Rover Evoque bíllinn fer yfir hindrunina og engu máli skiptir þó svo tvö hjól bílsins séu á lofti í einu.
Range Rover Evoque er einn af mörgum vinsælum bílum Range Rover og seldist í 110.000 eintökum um allan heim í fyrra og jafn vel gengur með sölu hans í ár. Alls hafa verið framleidd 600.000 eintök af Evoque síðan hann kom fyrst á markað árið 2011. Meira en 3,5 milljónir manns eru búin að berja myndskeiðið hér að neðan augum.