Hafurinn í Gävle kominn langleiðina með að lifa jólin af Samúel Karl Ólason skrifar 28. desember 2017 16:29 Hafurinn í Gävle er 3,6 tonn að þyngd og stærsta geit sinnar tegundar. Vísir/EPA Íbúar í bænum Gävle í Svíþjóð hafa betri ástæðu en áður til að vera sérstaklega ánægðir með jólin í ár. Hafurinn í Gävle lifði nefnilega jólin af. Um er að ræða stóra geit úr hálmi sem reist er á hverju ári. Hún er um þrettán metra há og þar með stærsta geit sinnar tegundar í heiminum. Flestar útgáfur hennar hafa verið skemmdar eða brenndar frá því að hefðin varð til árið 1966. Í fyrra var hún brennd innan við sólarhring eftir að hún var sett upp en nú hefur hún staðið í rúmar þrjár vikur. Maria Wallberg, sem sér meðal annars um samfélagsmiðla geitarinnar, segir það ánægjulegt að geitin hafi staðið svo lengi. Nýjar og hærri girðingar í kringum hana hafi án efa hjálpað til og sömuleiðis öryggisverðir fyrirtækisins C-Cons Gävleborg.Geitin er ætlað að standa til 2. janúar. Miðillinn TheLocal.se hefur tekið saman fimm skrítnustu tilraunirnar til að eyðileggja, brenna eða jafnvel stela geitinni í gegnum tíðina.Bíl breytt til verksins Árið 1976 ók námsmaður á geitina í breyttum Volvo Amazon. Hann ók á afturfætur hennar svo hún féll niður.Brennd í óveðri Árið 1998 tókst einhverjum að brenna geitina, þrátt fyrir að mikið óveður væri á svæðinu.Sannfærður um að bruninn væri hefð Árið 2001 var 51 árs gamall Bandaríkjamaður handtekinn þar sem hann stóð, haldandi á kveikjara, við hlið brennandi geitarinnar. Lawrence Jones var steinhissa á því að vera handtekinn og hélt því fram að sænskir vinir hans hefðu sannfært hann um að það að brenna geitina væri ekki einungis löglegt, heldur einnig mikilvæg hefð. Jones þurfti að sitja í fangaklefa í 18 daga og var gert að greiða hundrað þúsund sænskar krónur í sekt. Hann hefur ekki greitt sektina.Vopnaðir jólasveinar og piparkökukarlar Árið 2005 tilkynntu vitni að menn klæddir eins og jólasveinar og piparkökukarlar hefðu brennt geitina. Það voru þeir sagðir hafa gert með því að skjóta eld-örvum úr bogum að geitinni. Hinir vopnuðu jólasveinar og piparkökukarlar fundust aldrei.Vildu stela geitinni með þyrlu Árið 2010 reyndu tveir menn að múta verði til að yfirgefa geitina svo þeir gætu stolið henni. Samkvæmt verðinum vildu mennirnir greiða honum 50 þúsund sænskar krónur til að leyfa þeim að koma á þyrlu og fljúga með geitina, sem er 3,6 tonn, til Stokkhólms. Norðurlönd Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira
Íbúar í bænum Gävle í Svíþjóð hafa betri ástæðu en áður til að vera sérstaklega ánægðir með jólin í ár. Hafurinn í Gävle lifði nefnilega jólin af. Um er að ræða stóra geit úr hálmi sem reist er á hverju ári. Hún er um þrettán metra há og þar með stærsta geit sinnar tegundar í heiminum. Flestar útgáfur hennar hafa verið skemmdar eða brenndar frá því að hefðin varð til árið 1966. Í fyrra var hún brennd innan við sólarhring eftir að hún var sett upp en nú hefur hún staðið í rúmar þrjár vikur. Maria Wallberg, sem sér meðal annars um samfélagsmiðla geitarinnar, segir það ánægjulegt að geitin hafi staðið svo lengi. Nýjar og hærri girðingar í kringum hana hafi án efa hjálpað til og sömuleiðis öryggisverðir fyrirtækisins C-Cons Gävleborg.Geitin er ætlað að standa til 2. janúar. Miðillinn TheLocal.se hefur tekið saman fimm skrítnustu tilraunirnar til að eyðileggja, brenna eða jafnvel stela geitinni í gegnum tíðina.Bíl breytt til verksins Árið 1976 ók námsmaður á geitina í breyttum Volvo Amazon. Hann ók á afturfætur hennar svo hún féll niður.Brennd í óveðri Árið 1998 tókst einhverjum að brenna geitina, þrátt fyrir að mikið óveður væri á svæðinu.Sannfærður um að bruninn væri hefð Árið 2001 var 51 árs gamall Bandaríkjamaður handtekinn þar sem hann stóð, haldandi á kveikjara, við hlið brennandi geitarinnar. Lawrence Jones var steinhissa á því að vera handtekinn og hélt því fram að sænskir vinir hans hefðu sannfært hann um að það að brenna geitina væri ekki einungis löglegt, heldur einnig mikilvæg hefð. Jones þurfti að sitja í fangaklefa í 18 daga og var gert að greiða hundrað þúsund sænskar krónur í sekt. Hann hefur ekki greitt sektina.Vopnaðir jólasveinar og piparkökukarlar Árið 2005 tilkynntu vitni að menn klæddir eins og jólasveinar og piparkökukarlar hefðu brennt geitina. Það voru þeir sagðir hafa gert með því að skjóta eld-örvum úr bogum að geitinni. Hinir vopnuðu jólasveinar og piparkökukarlar fundust aldrei.Vildu stela geitinni með þyrlu Árið 2010 reyndu tveir menn að múta verði til að yfirgefa geitina svo þeir gætu stolið henni. Samkvæmt verðinum vildu mennirnir greiða honum 50 þúsund sænskar krónur til að leyfa þeim að koma á þyrlu og fljúga með geitina, sem er 3,6 tonn, til Stokkhólms.
Norðurlönd Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira