Eignir í sænska höfuðstaðnum hríðfalla í verði Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. desember 2017 06:00 Aukið framboð í ýmsum hverfum útskýrir breytinguna. vísir/getty Fasteignamarkaðurinn í Stokkhólmi hefur verið í frjálsu falli undanfarna mánuði en á síðasta ársfjórðungi 2017 hefur verð þar lækkað um níu prósent. Að mati hins sænska íbúðalánasjóðs, SBAB, eru miklar líkur á að verðið muni lækka ennþá meira. Í nýlegri greiningu SBAB kemur fram að lækkunina nú megi rekja til skyndilegs aukins framboðs á markaðnum. Þá vofi yfir breytingar á reglum sem varða lántöku og skerða aðgang fólks að lánsfé. Samhliða auknu framboði verði því færri sem hafi tök á því að festa kaup á eigin húsnæði. „Sé litið á verðþróun í Svíþjóð sem heild virðist útlitið ekki svo slæmt. Sé hins vegar litið til þess sem er að gerast í miðborg Stokkhólms og borgum á borð við Uppsala og Örebro, þar sem skyndilega varð talsvert framboð af nýbyggingum, þá er ástandið öllu verra,“ segir Klas Danielsson, forstjóri SBAB, í viðtali við fréttaveituna Bloomberg. „Fasteignaverð í Stokkhólmi hefur nú þegar lækkað um allt að fimmtán prósent og fyrirsjáanlegt er að það muni lækka um annað eins til viðbótar,“ segir Danielsson. Fasteignaverð í Stokkhólmi hrapaði eftir efnahagskreppuna 2008 en reis síðan mjög skarpt. Það féll á ný á árunum 2010-2012 en hækkaði jafnt og þétt til ársins 2016. Síðan þá hefur leiðin legið niður á við. Sé horft á verð á landsvísu hefur það lækkað um rúm sjö prósent það sem af er ári. Á undanförnum árum hefur framboð verið lítið en það er nú breytt. Ofan á það bætast nýjar reglur, sem taka gildi í mars á næsta ári og krefjast þess að lánshlutfall kaupenda verði lægra. Er það gert að undirlagi sænska fjármálaeftirlitsins til að tryggja að skuldsetning heimila landsins ógni ekki efnahagsstöðugleika. Eftirlitið áætlar að reglurnar hafi áhrif á um fjórtán prósent þeirra sem hafa í hyggju að festa kaup á eigin húsnæði. SBAB óttast að sú tala sé vanmetin. „Við óttumst að áhrif reglnanna verði meiri,“ segir Danielsson. „Sumir telja að tíu til fimmtán prósent séu ekki mikið en það er ekki rétt. Ef þú fjarlægir tíu prósent eftirspurnarinnar þá er það afar mikið. Sér í lagi á svæðum þar sem offramboð er.“ Danielsson bendir á að reglugerðin sé illa tímasett þar sem bankar hafi nú þegar hert á lánveitingareglum sínum. Stjórnvöld ættu frekar að horfa til breytinga á skatta- og leigulöggjöf til að laga þau vandamál sem að markaðnum steðja. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur „Ég einfaldlega spurði kennarann: Ertu ekki að djóka?!“ Atvinnulíf Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Hinn almenni borgari þurfi ekki að dæla í sig steinefnum Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Fleiri fréttir Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Fasteignamarkaðurinn í Stokkhólmi hefur verið í frjálsu falli undanfarna mánuði en á síðasta ársfjórðungi 2017 hefur verð þar lækkað um níu prósent. Að mati hins sænska íbúðalánasjóðs, SBAB, eru miklar líkur á að verðið muni lækka ennþá meira. Í nýlegri greiningu SBAB kemur fram að lækkunina nú megi rekja til skyndilegs aukins framboðs á markaðnum. Þá vofi yfir breytingar á reglum sem varða lántöku og skerða aðgang fólks að lánsfé. Samhliða auknu framboði verði því færri sem hafi tök á því að festa kaup á eigin húsnæði. „Sé litið á verðþróun í Svíþjóð sem heild virðist útlitið ekki svo slæmt. Sé hins vegar litið til þess sem er að gerast í miðborg Stokkhólms og borgum á borð við Uppsala og Örebro, þar sem skyndilega varð talsvert framboð af nýbyggingum, þá er ástandið öllu verra,“ segir Klas Danielsson, forstjóri SBAB, í viðtali við fréttaveituna Bloomberg. „Fasteignaverð í Stokkhólmi hefur nú þegar lækkað um allt að fimmtán prósent og fyrirsjáanlegt er að það muni lækka um annað eins til viðbótar,“ segir Danielsson. Fasteignaverð í Stokkhólmi hrapaði eftir efnahagskreppuna 2008 en reis síðan mjög skarpt. Það féll á ný á árunum 2010-2012 en hækkaði jafnt og þétt til ársins 2016. Síðan þá hefur leiðin legið niður á við. Sé horft á verð á landsvísu hefur það lækkað um rúm sjö prósent það sem af er ári. Á undanförnum árum hefur framboð verið lítið en það er nú breytt. Ofan á það bætast nýjar reglur, sem taka gildi í mars á næsta ári og krefjast þess að lánshlutfall kaupenda verði lægra. Er það gert að undirlagi sænska fjármálaeftirlitsins til að tryggja að skuldsetning heimila landsins ógni ekki efnahagsstöðugleika. Eftirlitið áætlar að reglurnar hafi áhrif á um fjórtán prósent þeirra sem hafa í hyggju að festa kaup á eigin húsnæði. SBAB óttast að sú tala sé vanmetin. „Við óttumst að áhrif reglnanna verði meiri,“ segir Danielsson. „Sumir telja að tíu til fimmtán prósent séu ekki mikið en það er ekki rétt. Ef þú fjarlægir tíu prósent eftirspurnarinnar þá er það afar mikið. Sér í lagi á svæðum þar sem offramboð er.“ Danielsson bendir á að reglugerðin sé illa tímasett þar sem bankar hafi nú þegar hert á lánveitingareglum sínum. Stjórnvöld ættu frekar að horfa til breytinga á skatta- og leigulöggjöf til að laga þau vandamál sem að markaðnum steðja.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur „Ég einfaldlega spurði kennarann: Ertu ekki að djóka?!“ Atvinnulíf Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Hinn almenni borgari þurfi ekki að dæla í sig steinefnum Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Fleiri fréttir Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira