Touareg án feluklæða Finnur Thorlacius skrifar 19. desember 2017 09:40 Ný kynslóð Touareg orðin fullmótuð. motor1.com Nokkuð lengi hefur verið beðið eftir nýjum Volkswagen Touareg jeppa en núverandi kynslóð hans er frá árinu 2010. Touareg mun koma á markað á næsta ári og er búist við því að hann verði fyrst sýndur almenningi á Auto China bílasýningunni í Peking í apríl. Svo virðist þó að bíllinn sé kominn í fullmótað form því myndir náðust af honum um daginn þar sem verið var að mynda bílinn fyrir auglýsingagerð. Þar var hann því án allra feluklæða. Bíllinn er eðlilega talsvert mikið breyttur, nútímalegri og sportlegri. Ýmis smáatriði í honum minna á annan nýjan bíl frá Volkswagen, þ.e. fólksbílinn Arteon. Nýr Touareg er smíðaður á sama MLB Evo undirvagni og Audi Q7. Volkswagen hefur ekki látið uppi hvaða vélbúnaður verður í boði í Touareg, en giskað hefur verið á að allt niður í fjögurra strokka 2,0 lítra vél verði í bílnum, en einnig mögulegt að í honum verði boðið uppá 5 strokka 2,5 lítra vélina sem Audi er svo þekkt fyrir. Volkswagen Touareg verður smíðaður í Bratislava í Slóvakíu.Allur hinn laglegasti. Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent
Nokkuð lengi hefur verið beðið eftir nýjum Volkswagen Touareg jeppa en núverandi kynslóð hans er frá árinu 2010. Touareg mun koma á markað á næsta ári og er búist við því að hann verði fyrst sýndur almenningi á Auto China bílasýningunni í Peking í apríl. Svo virðist þó að bíllinn sé kominn í fullmótað form því myndir náðust af honum um daginn þar sem verið var að mynda bílinn fyrir auglýsingagerð. Þar var hann því án allra feluklæða. Bíllinn er eðlilega talsvert mikið breyttur, nútímalegri og sportlegri. Ýmis smáatriði í honum minna á annan nýjan bíl frá Volkswagen, þ.e. fólksbílinn Arteon. Nýr Touareg er smíðaður á sama MLB Evo undirvagni og Audi Q7. Volkswagen hefur ekki látið uppi hvaða vélbúnaður verður í boði í Touareg, en giskað hefur verið á að allt niður í fjögurra strokka 2,0 lítra vél verði í bílnum, en einnig mögulegt að í honum verði boðið uppá 5 strokka 2,5 lítra vélina sem Audi er svo þekkt fyrir. Volkswagen Touareg verður smíðaður í Bratislava í Slóvakíu.Allur hinn laglegasti.
Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent