Nio ES8 gegn Tesla Model X Finnur Thorlacius skrifar 19. desember 2017 11:47 Nio ES8 er kínverskur rafmagnsjeppi. Kínverski rafbílaframleiðandinn Nio hefur nú sett á markað rafmagnsjeppa, Nio ES8 sem keppa á við Tesla Model X jeppann um hylli. Hann er með 644 hestafla rafmagnsmótora sem duga þessum stóra bíl til að ná 100 km hraða á 4,4 sekúndum. Það er reyndar mun slakari tími en Tesla Model X P100D nær, eða 2,9 sekúndur. Nio ES8 er með 70 kílówatta rafhlöður en ofannefndur Tesla jeppi með 100 kílówött. Nio ES8 er 7 sæta bíll, álíka að stærð og Model X, er smíðaður að mestu leiti úr áli, er með háþróað fjöðrunarkerfi sem lagar sig að aðstæðum og undir bílnum eru öflugar Brembo bremsur. Drægni Nio ES8 er 350 kílómetrar og því er hann nokkur eftirbátur Tesla Model S, en á móti kemur að hann er nokkru ódýrari, eða á ríflega 7 milljónir króna. Nio hefur nýverið sýnt annan mjög öflugan tilraunabíl sinn sem fengið hefur stafina EP9 og er hann sannkallaður kraftaköggull og heil 1.341 hestöfl. Nio hefur látið það uppi að fyrirtækið hyggist hefja sölu bíla sinna í Bandaríkjunum árið 2020, en nú um sinn er salan einskorðuð við heimalandið Kína. Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent „Þetta skilgreinir þorpið“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent
Kínverski rafbílaframleiðandinn Nio hefur nú sett á markað rafmagnsjeppa, Nio ES8 sem keppa á við Tesla Model X jeppann um hylli. Hann er með 644 hestafla rafmagnsmótora sem duga þessum stóra bíl til að ná 100 km hraða á 4,4 sekúndum. Það er reyndar mun slakari tími en Tesla Model X P100D nær, eða 2,9 sekúndur. Nio ES8 er með 70 kílówatta rafhlöður en ofannefndur Tesla jeppi með 100 kílówött. Nio ES8 er 7 sæta bíll, álíka að stærð og Model X, er smíðaður að mestu leiti úr áli, er með háþróað fjöðrunarkerfi sem lagar sig að aðstæðum og undir bílnum eru öflugar Brembo bremsur. Drægni Nio ES8 er 350 kílómetrar og því er hann nokkur eftirbátur Tesla Model S, en á móti kemur að hann er nokkru ódýrari, eða á ríflega 7 milljónir króna. Nio hefur nýverið sýnt annan mjög öflugan tilraunabíl sinn sem fengið hefur stafina EP9 og er hann sannkallaður kraftaköggull og heil 1.341 hestöfl. Nio hefur látið það uppi að fyrirtækið hyggist hefja sölu bíla sinna í Bandaríkjunum árið 2020, en nú um sinn er salan einskorðuð við heimalandið Kína.
Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent „Þetta skilgreinir þorpið“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent