Jaguar XE setur hraðamet á Nürburgring Finnur Thorlacius skrifar 1. desember 2017 09:44 Jaguar XE Project 8. Jaguar framleiðir sérútgáfu af XE bíl sínum sem ber nafnið Project 8 og verður hann aðeins framleiddur í 300 eintökum. Bíllinn var prófaður á Nürburgring brautinni þýsku í vikunni og þar gerði hann sér lítið fyrir og sló hraðametið á meðal fjögurra sæta “saloon”-bíla og náði hann tímanum 7:21,23 mínútur. Til þess hafði hann reyndar talsvert afl því 5,0 lítra V8 vélin undir húddi hans er 600 hestöfl og er því þessi bíll öflugasta götulöglega framleiðslugerð Jaguar. Jaguar XE Project 8 er aðeins 3,3 sekúndur í hundraðið og hámarkshraðinn er 322 km/klst. Kaupendur Jaguar XE Project 8 geta valið um það að fá bílinn tveggja sæta og uppsettan fyrir brautarakstur eða sem fjögurra sæta götubíl. Kaupendur hans á meginlandi Evrópu geta fengið hann með stýrinu vinstra megin. Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent „Þetta skilgreinir þorpið“ Innlent
Jaguar framleiðir sérútgáfu af XE bíl sínum sem ber nafnið Project 8 og verður hann aðeins framleiddur í 300 eintökum. Bíllinn var prófaður á Nürburgring brautinni þýsku í vikunni og þar gerði hann sér lítið fyrir og sló hraðametið á meðal fjögurra sæta “saloon”-bíla og náði hann tímanum 7:21,23 mínútur. Til þess hafði hann reyndar talsvert afl því 5,0 lítra V8 vélin undir húddi hans er 600 hestöfl og er því þessi bíll öflugasta götulöglega framleiðslugerð Jaguar. Jaguar XE Project 8 er aðeins 3,3 sekúndur í hundraðið og hámarkshraðinn er 322 km/klst. Kaupendur Jaguar XE Project 8 geta valið um það að fá bílinn tveggja sæta og uppsettan fyrir brautarakstur eða sem fjögurra sæta götubíl. Kaupendur hans á meginlandi Evrópu geta fengið hann með stýrinu vinstra megin.
Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent „Þetta skilgreinir þorpið“ Innlent